Aukin eftirspurn eftir íslenskri sérþekkingu á nýtingu jarðvarma
Aukin eftirspurn eftir íslenskri sérþekkingu á nýtingu jarðvarma
Íslandsbanki stóð í morgun fyrir fundi um íslenska orkumarkaðinn og gefur jafnframt út nýja skýrslu sem veitir gott yfirlit yfir markaðinn. Á fundinum flutti Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, ávarp. Þá kynnti Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandsbanka, skýrsluna. Að lokum fór Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu, yfir tækifærin á íslenska orkumarkaðinum. Fundarstjóri var Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka.

Íslandsbanki hefur á undanförnum árum gefið út skýrslur um jarðhitaorkumarkaðinn, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Markmiðið með útgáfunni á skýrslunni nú er að veita yfirsýn yfir íslenska orkumarkaðinn, stöðu hans, helstu fyrirtæki í geiranum, tækifæri og hindranir.

Útrás íslenskrar sérþekkingar
Hlutfall orku- og orkutengdra verkefna í heildarveltu verkfræði- og þjónustufyrirtækja hefur aukist að meðaltali frá árinu 2008. Þessa aukningu má að mestu rekja til eftirspurnar erlendir frá eftir íslenskri sérþekkingu og reynslu. Sjö af átta stærstu verkfræði- og þjónustufyrirtækjum landsins eru nú með starfsemi erlendis, m.a. í Chile, Kenía, Eþíópíu, Nýja-Sjálandi, Grænlandi og Noregi. Verkefnin sem fyrirtækin sinna eru flest á sviði jarðhita, t.a.m. ráðgjafarvinna, úrvinnsla á jarðhitarannsóknum, þjálfun og kennsla.Um 200 starfsmenn íslenskra verkfræðistofa eru nú staðsettir erlendis.

Aðstæður á fjármagnsmörkuðum draga úr framkvæmdum
Um 14 virkjanakostir eru á bið eða til skoðunar hjá orkufyrirtækjunum. Tíu af þessum 14 kostum eru jarðvarmavirkjanir. Fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir kalla á gríðarlega fjárfestingu. Krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og skuldsetning íslenskra orkufyrirtækja gerir þeim erfiðara fyrir þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna.
Undanfarin ár hafa orkufyrirtækin breytt um áherslur í rekstri í takt við breyttar markaðsaðstæður og farið að horfa til annars konar iðnaðar en stóriðju. Tölur frá Hagstofu Íslands sýn að raforkuvinnsla í landinu er að aukast ár frá ári og hefur aldrei verið meiri en í dag.

Fleiri störf skapast á ný

Töluverð fækkun varð á starfsfólki í kjölfar hruns íslenska hagkerfisins en smátt og smátt hefur starfsemin byggst aftur upp og starfsfólki fjölgað jafnt og þétt innan veggja fyrirtækjanna. Um 850 manns starfa hjá orkufyrirtækjum landsins og um 1.260 hjá helstu verkfræði- og þjónustufyrirtækjum í orkugeiranum. Þetta eru í heildina um eitt hundrað færri starfsmenn en árið 2008.

Sérstaða Íslands í endurnýtanlegri orku

Ísland stendur framarlega í framleiðslu og nýtingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í dag. Frumorkunotkun á Íslandi hefur aukist um rúm 70% á síðustu 12 árum. Á sama tíma hefur raforkuframleiðsla aukist um 124% og er núverandi raforkuframleiðsla um 73% frá vatnsafli og 27% frá jarðhita. Raforkunotkun á hvern íbúa miðað við höfðatölu er hvergi meiri en á Íslandi. Þá er Ísland efst á lista þegar kemur að endurnýjanlegri raforkuframleiðslu á hvern íbúa miðað við höfðatölu. Stóriðja er langstærsti raforkunotandinn á Íslandi en hún nýtir um 80% af notkunarinnar. Raforka til íslenskra heimila er aðeins rúm 5% af heildarraforkunotkun.

Íslenski orkumarkaðurinn - Skýrsla 2012 (pdf)
14.09.2012

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga