Hvalaskoðun, sjóstangveiði, fuglaskoðun og margt fleira í boði
Láki Tour í Grundarfirði:
Hvalaskoðun, sjóstangveiði, fuglaskoðun og margt fleira í boði

Hvalir eru ótrúlega skemmtilegar skepnur, enda sækjast margir eftir því að komast í mikla nálægð við þessar stóru og kraftmiklu skepnur. Í Grundarfirði er hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tour sem býður upp á hvalaskoðunarferðir frá Ólafsvík, en þaðan er mun styttra á viðurkenndar hvalaslóðir en frá Grundarfirði. Þeir sem fara í þessar ferðir geta gert sér vonir um að sjá hnúfubak, hrefnur og höfrunga. Nýlega gengu 100 grindhvalir inn á Breiðafjörð, og þeir létu ekki standa á því að leika listir sínar í hafinu fyrir þá gesti sem voru á hvalaskoðunarbát Láka Tour. Slík sjón er ekki algeng en er algjör happdrættisfengur fyrir þá sem ná að mynda slíka hvalahjörð. Ókeypis er fyrir börn undir 11 ára aldri í þessar ferðir og unglingar 11 til 16 ára borga hálft gjald.
Gísli Ólafsson segir að margt fleira sé boðið upp á hjá Láka Tour. ,,Við förum með fólk á sjóstangveiði sem stendur í 2 – 2,5 tíma, en þar veiðist helst þorskur, ufsi og steinbítur. Við bjóðum upp á frábæra fuglaskoðun í Melrakkaey, en eyjan hefur verið friðuð frá árinu 1967, og þar er afar fjölskrúðugt fuglalíf, sem skilur engan sem í Melrakkaey kemur eftir ósnortinn. Þar er töluvert æðarvarp og mikið um lunda og sést hefur til þórshana. Ekki má heldur gleyma öllum sjófuglunum en er krökkt af þeim í Melrakkaey. Við bjóðum upp á ferðir allt árið, en á veturna ganga háhyrningarnir inn í Grundarfjörð í hundruða tali. Háyrningarnir eru þá að koma inn á Breiðafjörð á eftir síldinni, sem gengur hingað inn í vaxandi mæli. Þekkt er ganga hennar inn á Kolgrafarfjörð í fyrra þar sem um 50.000 tonn af síld dó vegna súrefnisskorts,” segir Gísli Ólafsson, sem jafnframt rekur Hótel Framnes sem er staðsett skammt frá höfninni í Grundarfirði.
Láki Tour er í samstarfi við rannsóknar fólk frá Hafrannsóknastofnunina sem er að ransaka hegðun háhyrninga og eru sérfræðingar um borð í ferðunum á veturnar til mynda háyrninga til að greina einstaklinga og að taka upp hljóð sem gestir í hvalaskoðun geta hlustað á um borð á meðan þeir skoða hvalina.

Láki Tours
Nesvegi 6 • 350 Grundarfjörður
+354 438 6893
framnes@hotelframnes.is
www.lakitours.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga