Skoða hnúfubaka á víkingaskipi í stuttri siglingu frá Bíldudalshöfn
Jón Þórðarson hjá EagleFjord:
Skoða hnúfubaka á víkingaskipi í stuttri siglingu frá Bíldudalshöfn

EagleFjord er ferðaþjónustufyrirtæki á Bíldudal við Arnarfjörð sem býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir ferðamenn. Eitt af því sem boðið er upp á eru siglingar um Arnarfjörð, sem stundum er kallaður fegurstur vestfirska fjarða. Stutt er í hvaðaskoðun þar sem hnúfubakur er helsta hvalategundin. Jón Þórðarson segir að hjá EagleFjord þurfi ekki oft að fara langt til að sjá hvali, stundum aðeins 4 mínútna sigling frá Bíldudalshöfn og margir kunni ákaflega vel að meta að hægt er að fara á víkingaskipi sem undirstriki vel nálægðinga við hafið og náttúruna, oft eru hvalirnir alveg við borðstokkinn. Söguferðir á slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði eru einnig á dagskrá þar sem saga og náttúra spila saman. Við þjónum einnig leiðsögn þeim sem vilja sjá hvar Gísli í Uppsölum í Selárdal fæddist og bjó, segjum sögu listamannsins Samúels Jónssonar og fjöllum um kumlin í Hringsdal og bjóðum í ferð um Tálknafjörð. Í öllum þessum ferðum leggjum við áherslu á að hafa söguna lifandi, þá er ekki alltaf nauðsynlegt að það sé sólskin, náttúran á Vestfjörðum er svo hrífandi og vestfirsku fjöllin svo tignarleg að ég fullyrði að ekkert stenst samanburð við þau,” segir Jón Þórðarson hjá EagleFjord.
Jón Þórðarson ferðamálafrömuður á Bíldudal hefur tekið við rekstri Skrímslasetursins og eflt þar veitingarekstur þar sem áherslan er ekki bara á matinn sem borinn er fram, heldur ekki síður upplifun gesta. Grillferðir EagleFjord eru einnig einstakar þar sem boðið er upp á grillveislur út í náttúrunni, fundinn er fallegur staður og sest niður. Margir nota þá einnig tímann og fara í gönguferðir. Í Skrímslasetrinu er fjallað um skrímslin í Arnarfirði enda segir Jón að hvergi á landinu sé eins mikið af sjóskrímslum og í og við Arnarfjörð!
,,Það að sýna fólki alla þá athyglisverði staði og ferðir sem fólki stendur til boða hefur hjálpað mér að sjá þetta með öðrum augum, upplifa náttúruna á nýjan hátt enda var ég ekki að njóta þess áður fyrr þegar ég var sjómaður þar sem siglt var inn og út Arnarfjörð. Ég er afar glaður með og met það sem fyrir augu ber hér sem ég var vanur áður fyrr að taka sem sjálfsagðan hlut,” segir Jón Þórðarson á Bíldudal.

EagleFjord Travel Service
Dalbraut 1 • 465 Bíldudalur
+354 894 1684
info@eaglefjord.is
www.eaglefjord.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga