Hótel Keflavík
Hótel Keflavík

Þar sem stjanað er við gestina

Hótel Keflavík er eitt glæsilegasta hótelið í Keflavík eftir gagngerar umbætur. Það er jafnframt elsta og stærsta hótelið í bænum en í því eru 70 herbergi. Á hótelinu eru eins manns herbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi; þar af átta svítur. Gistiheimili Keflavík er rekið í tengslum við hótelið en þar eru sex herbergi.


Þess má geta að á hótelherbergjunum má m.a. finna 14 rása sjónvarpskerfi, geislaspilara og aðgang að iPad auk þess sem á hótelinu er sérstakt tölvuherbergi fyrir þá sem eru ekki með eigin tölvur.
Ýmis tilboð eru í gangi. Þar má nefna helgartilboð þar sem fólk getur t.d. keypt rómantíska helgi og einnig má nefna pakkaferðir en gestir leigja þá bílaleigubíl. Starfsfólk hótelsins aðstoða þá gesti sem það vilja að skipuleggja ferðir til ýmissa áhugaverða staða innan svæðisins og má þar nefna Víkingaheima, Duus-hús, glerblástur við smábátahöfnina og hvalaskoðun, sem er vinsæl á meðal hótelgesta, en siglt er frá Keflavíkurhöfn sem er steinsnar frá hótelinu.
Hótelið hefur verið tekið í gegn á árinu og er nú staðið að mestu endurbótum frá upphafi. Skipt verður um alla glugga hótelsins á árinu og er verið að taka í gegn herbergi, móttökuna og veitingastaðinn. Byggingin verður klædd með graníti að utan og verður upplýst þegar dimma tekur.
Boðið er upp á morgunmat frá klukkan fimm á morgnana með þá í huga sem fara í morgunflug sem og akstur upp á flugvöll sem tekur um fimm mínútur. Gestum býðst að geyma bíla sína endurgjaldslaust á bílastæði hótelsins?
Glæsilegur veitingastaður er á hótelinu sem heitir Café Iðnó sem er einnig kaffihús og bar. Nafnið tengist því að eigendur hótelsins keyptu glerskálann sem áður var fyrir utan Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Salurinn tekur 46 manns í sæti og er boðið upp á fjölbreyttan matseðil. Lögð hefur verið áhersla á fisk og lambakjöt auk þess sem reglulega er boðið upp á ýmsar nýjungar.
Um 700 fermetra líkamsræktarstöð, Lífsstíll, er í kjallara hótelsins og hana sækja bæði gestir hótelsins og bæjarbúar. Um er að ræða eina af stærstu líkamsræktarstöðvunum á hóteli í Evrópu.
Það ætti enginn að verða svikinn af gistinu á Hótel Keflavík.

Hótel Keflavík
Vatnsnesvegur 12-14 • 230 Keflavík
+354 420 7000
stay@kef.is
www.kef.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga