Eyjasigling: Skáleyjar, Hvallátur og Flatey

Mynd frá Flatey

Mynd frá Skáleyjum
Skáleyjar, Hvallátur og Flatey

Eyjasigling býður upp á ferðir til 20. ágúst til Skáleyja, fram hjá eyjaklasanum Hvallátrum og til Flateyjar í Breiðafirði. Siglt er á bátnum Súlunni frá höfninni á Stað á Reykjanesi sem er um 10 km. fyrir vestan Reykhóla. Auk þess er boðið upp á klæðskerasaumaðar ferðir fyrir utan þessa leið og þarf þá að panta með nokkurra vikna fyrirvara.
Eyjasigling sér um leiðsögn um eyjarnar.
Hvað föstu siglinguna varðar, sem farin er daglega klukkan hálfellefu og fjögur, þá er siglt út í Skáleyjar og tekur ferðin þangað um hálftíma. Farþegar skoða vísi að safni í Skáleyjum þar sem skoða má innbú ábúenda í eyjunni frá fyrri tímum. Þá er gengið um eyjuna og sagt frá búskaparháttum og lífinu í eyjunni.
Næst er siglt fram hjá eyjaklasanum Hvallátrum. Siglt er nálægt Hrólfskletti og fuglalífið skoðað en þar má sjá ritu, skarf, lunda og múkka. Næst er siglt í gegnum Hafnarsundið og síðan áram að Klofningi en einn elsti viti á landinu, sem var byggður árið 1927, er á eyjunni. Stór hluti af toppskarfi í Breiðafirði verpir í eyjunni.
Næst er siglt að Flatey þar sem farið er í land. Farþegar byrja yfirleitt á því að fara inn í Bryggjubúðina sem er krambúð að gamalli gerð þar sem m.a. er hægt að kaupa kaffi og bækur. Leiðsögumaðurinn leiðir síðan hópinn um eyjuna í um klukkutíma og er m.a. farið í kirkjuna og bókhlöðuna sem var önnur í röðinni af bókasöfnum sem reist voru á Íslandi. Stundum er klaustursteinninn á Klausturhólum skoðaður en á staðnum var stofnað klaustur árið 1172.
Þar næst fer leiðsögumaðurinn með hópinn í bæinn á eyjunni. Gömlu húsin, sem þar standa, eru skoðuð og þar næst er farið í Hrólfsklett og fuglar skoðaðir.
Hópurinn endar yfirleitt á því að fara á veitingastaðinn á Hótel Flatey.
Þá er siglt til baka til hafnarinnar á Stað og geta farþegar á leiðinni notið fegurðarinnar sem Breiðafjörður og eyjarnar óteljandi hafa yfir að ráða.

Eyjasigling
Reykyhólum • 380 Reykhólahreppi
+354 849 6748
eyjasigling@eyjasigling.is
www.eyjasigling.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga