Gistiheimilið Kast í Staðarsveit:
Gistiheimilið Kast í Staðarsveit:
Stutt í skemmtilegar gönguleiðir, veiði og ölkeldusundlaug

Gistiheimilið Kast er í landi Lýsudals í Staðarsveit, í hjarta Snæfellsness. Það stendur við rætur Lýsuskarðs sem er fagurt skarð milli Lýsuhyrnu, austan megin og Ánahyrnu að vestanverðu. Nafnið er dregið af stað í nágrenninu þar sem fylfullar merar venja oft komu sína til að kasta folöldum.
,,Hér er stutt í afar skemmtilegar gönguleiðir þar sem töfrandi náttúra Snæfellsnes nýtur sín til fullnustu,“ segir Lydia Fannberg Gunnarsdóttir, eigandi staðarins. ,,Við erum með hestaleigu sem nýtur vaxandi vinsælda. Veiðimenn geta líka fengið sínar óskir uppfylltar, en stutt er í veiði í Lýsuvatni og Staðará þar sem hægt er að veiða lax, silung og sjóbirting. Gestir geta einnig farið um nágrennið, m.a. að Arnarstapa og notið hrífandi klettaumhverfisins, og um leið og notið er fjölskrúðs fuglalífsins, en þar má sjá m.a. fylgjast með ritu, fýl, kríu og margra tegunda máva.
 Við Kast er stórt og gott tjaldsvæði og kallast svæðið Á Eyrunum. Þar er mjög góð snyrtiaðstaða með sturtum og salernum og kkolagrill er á svæðinu. Á tjaldsvæðinu er einnig rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi.
Við bjóðum upp á gott tjaldstæði sem kallast ,,Á Eyrunum” með góðri snyrtiaðstöðu, sturtur og salerni. Hægt er að kaupa aðgang í þvottavél og þurrkara og kolagrill er á svæðinu og á tjaldsvæðinu er einnig rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi. Í næsta nágrenni er sundlaug þar sem gestir synda í ölkelduvatni, en ölkelduvatnið hefur mjög græðandi áhrif á húðina, sérlega gott fyrir þá sem eru með húðsjúkdóma af ýmsu tagi, og svo má einnig drekka það kælt,” segir Lydia.

Allt brauð heimbakað
Á Gistiheimilinu Kasti eru sextán uppábúin tveggja manna herbergi. Herbergin eru rúmgóð og því er auðveldlega hægt að bæta við fleiri rúmum og gera þau að fjölskylduherbergjum. Gengið er inn í stærri herbergin utan frá, þau eru með sérbaðherbergi með sturtu. Minni herbergin nýta sameiginlegan inngang, tvö og tvö. Þau nýta einnig á sama hátt baðherbergi með sturtu. Einnig er boðið upp á svefnpokapláss í tveimur fjögurra manna herbergjum þar er eldunar- og salernisaðstaða. Hægt er að kaupa nettengingu í móttökunni.
Gistiheimilið er með glæsilegan veitingasal sem rúmar 50 manns. Þar er boðið upp á ýmsa létta rétti og kræsingar sem gerðar eru frá grunni í eldhúsi Kasts. ,,Allt brauð er bakað á staðnum svo í morgunmat er boðið upp á nýbakað brauð. Að sjálfsögu er einnig boðið upp á hádegis- og kvöldverð, en í sumar hefur verið töluverð aukning í því,” segir Lydia Gunnarsdóttir.


Kast guesthouse
Lýsudalur • 356 Snæfellsbær
+354 421 5252
kast@kastguesthouse.is
www.kastguesthouse.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga