Kaffi Duus við smábátahöfnina í Keflavík
Kaffi Duus við smábátahöfnina í Keflavík:
Frábær fiskréttamatseðill, hvalaskoðun, fuglaskoðun við Eldey og margt fleira

 Kaffi Duus er staðsett við gömlu Duus húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina. Bergið og smábátahöfnin fyrir neðan, sjóinn og fjallasýn í fjarska er vel viðrar. Þegar dimmir þá er bergið sem liggur við höfnina upplýst á kvöldin. Í ársbyrjun 2008 var tekinn í notkun nýr salur sem rúmar 65 manns ásamt fundaraðstöðu á efri hæð með sæti fyrir 30 manns, svo alls getur staðurinn tekið á móti 180 manns í sæti. Í hádeginu er boðið upp á fiskrétti, grillrétti og einnig frábær salöt og rjómalagaðar súpur ásamt hamborgurum, pastaréttum, samlokum, pizzum ásamt barnamatseðli og súpu  sem fólk getur fengið í brauði eða í hefðbundinni skál. Kaffidrykkir, brauðmeti og tertur eru í boði allan daginn. A La Carte matseðill er svo á kvöldin frá kl 18:00 en sérfag Duus eru fiskréttir en frábær gæði þeirra hafa vakið verulega athygli og aðdáun.
Sigurbjörn Sigurðsson, eigandi staðarins, segir að auk reksturs veitingastaðarins sé gerður út bátur til skemmtiferða og mjög vinsælt sé af ferðafólki að fara í ferð til Eldeyjar til að skoða frábært og fjölskrúðugt fuglalífið þar, fara í hvalaskoðunarferð en stutt er að fara frá smábátahöfninni í Keflavík út á Faxaflóa þar sem í flestum tilfellum má sjá sjá hvali að leik, og það nokkrar tegundir eins og hnúfubaka, hrefnur og höfrunga.
,,Það færist stöðugt í vöxt að fyrirtæki panti ferðir fyrir sína starfsmenn, en fyrirtækjaferðirnar byrja kannski með hvalaskoðun en fuglaskoðun við Eldey og síðan er góður kvöldverður á Kaffi Duus en þeir sem kaupa slíkan pakka fá 10% afslátt af veitingum á Duus. Svo koma auðvitað hópar sem panta steggjaferðir eða gæsapartý, þ.e. skipulögð er einhver dagskrá fyrir þann eða hana sem er að fara að gifta sig. Það hefur alltaf verið vinsælt,“ segir Sigurbjörn.
Staðsetning Kaffi Duus getur vart verið betri. Fallegt timburhús við sjávarsíðuna þaðan sem er útsýni út á Faxaflóann, hægt er að fara í  gönguferð eftir ströndinni eða rölta upp á  berg þar sem fjallasýn blasir við og gott er að sjá yfir flóann í góðu veðri .ásamt   gönguleið sem liggur  út í Helguvík. Einnig er hægt að fara  með bátnum til að skoða hvali eða fugla, eða jafnvel hvoru tveggja. Allt þetta býðst þeim sem koma í Kaffi Duus, eða hluti þess, allt eftir vali hvers og eins.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga