Hvalaskoðunarbáturinn Ambassador á Akureyri
Hvalaskoðunarbáturinn Ambassador á Akureyri:
Gestir geta átt von á hnúfubak, hrefnu, höfrungum, hnísum og andanefjum

Það að fara í hvalaskoðunarferð með hvalaskoðunarbátnum ,,Ambassador,” horfa á Akureyri frá Eyjafirðinum þegar siglt er út fjörðinn, bær sem er fullur af gömlum og sögufrægum húsum, er einfaldlega töfrandi. Á Eyjafirði og fyrir mynni Eyjafjarðar, úti á Grímseyjarsundi, er mikið af hvölum, og gagnstætt mörgum öðrum landshlutum býður hafið fyrir Norðurlandi yfirleitt upp á mun fleiri hvalategundir. Á Eyjafirði halda sig oft margir hnúfubakar, þar er höfrungar, hrefnur og hnísur og stundum má sjá þar, ef heppnin er með, andanefjur. Steypireyður kemur hér stundum. Hvalirnir eru oft forvitnir, rétt eins og mannfólkið sem komið er til að sjá þá, margir leika sér í hafinu, jafnvel stökkva, aðrir eru varkárari, og fylgjast jafnvel með bátnum úr hæfilegri fjárlægð. Aðrir eru hugaðri, koma jafnvel langleiðina að borðstokknum og skoða fólkið. Þegar síld, síli, loðna eða kolmunni gengur inn Eyjafjörð fylgja oft hvalir með í ætileit.
,,Við þurfum yfirleitt ekki að fara langt út fjörðinn, en þó kemur það fyrir,” segir Vignir Sigursveinsson hjá hvalaskoðunarbátnum Ambassador. ,,Hver ferð tekur um 3 tíma en stundum eitthvað lengur ef sækja þarf lengra, t.d. norður fyrir Hrólfssker sem er sker norðan við Hrísey, nærri Látraströnd. Þar er oftast hægt að sjá hval í mikilli nálægð. Sumir ferðamenn vilja líka aðra upplifun samhliða hvalaskoðun, t.d. hestaferðir, og við bjóðum upp á margvíslegar ferðir á hestbaki í samstarfi við Saga Travel. Þær ferðir njóta vaxandi vinsælda,” segir Vignir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga