Iceland Guided Tours - Áætlanaferðir sem og sérsniðnar ferðir
Iceland Guided Tours
 
Áætlanaferðir sem og sérsniðnar ferðir
 
Iceland Gudied Tours, IGTours, hefur yfir að ráða flota smárúta sem taka tæplega 20 manns í sæti. Fyrirtækið býður upp á daglegar áætlanaferðir til hluta af vinsælustu ferðamannastaða á landinu og er enskumælandi leiðsögumaður með í hverri ferð.
Á meðal áfangastaða má nefna Gullna hringinn sem yfir 500.000 erlendir ferðamenn heimsækja árlega, þar með talið Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Faxi.
Einnig eru eknar tvær vinsælar leiðir með fram suðurströnd landsins út að Vík í Mýrdal með stoppum á Sólheimajökli, Seljarlandsfossi, Skógarfossi, Reynisfjöru og við Dyrhólaey. Auk þess er önnur ferð farin alla leið út í Jökulsárlón með viðkomu í Skaftafelli auk fossanna tveggja. Þá eru dagsferðir á Snæfellsnes þar sem er rýnt í þá þvílíku náttúrufegurð og dýralíf sem Snæfellsnesið hefur upp á að bjóða.
IGTours eru í samstarfi við ýmis önnur fyrirtæki sem m.a. bjóða upp á snjósleðaferðir, siglingar, hvalaskoðun og hestaferðir og köfun.
Þá sníða starfsmenn fyrirtækisins ferðir eftir þörfum hvers og eins sem geta t.d. verið vinahópar, gæsa- eða steggjapartí og fyrirtækjahópar.
Leiðsögumennirnir koma hvaðanæva að úr heiminum en allir hafa það sammerkt að tala bæði sitt móðurmál og íslensku. Allir hafa þeir ílengst á Íslandi vegna ástar á bæði landi og þjóð.
Þótt leiðsögumenn fyrirtækisins tali á ensku á meðan á ferðunum stendur ætti margur Íslendingurinn að geta notið ferðanna. Leiðsögumennirnir vita af mörgum leyndum perlum á landinu þar sem kannski ekki mjög margir Íslendingar hafa komið; þeir vita kannski um fjörur þar sem oft er hægt að ganga fram á seli á Snæfellsnesi og vita um falda hella og aðrar leyndar perlur sem Íslendingar eiga svo oft til að einfaldlega keyra fram hjá. Íslenskir ferðamenn fá því vitneskju um það sem var þeim áður á huldu þar sem leiðsögumennirnir segja ítarlega frá sögu, þjóðsögum og jarðfræði á þeim stöðum sem keyrt er á og farþegar fá góðan tíma til þess að skoða sig um og upplifa náttúru landsins.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga