Ólafsdalur við Gilsfjörð
Ólafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907. Þar stunduðu 154 skólapiltar nám og komu þeir af öllu landinu. Myndarlegt skólahús frá 1896 stendur í Ólafsdal og er opið gestum á sumrin með sýningum, leiðsögn o.fl. Minjar um margar aðrar byggingar er á staðnum (smiðja, vatnshús, fjós, fjárhús, hesthús, tóvinnuhús…). Í Ólafsdal eru einnig jarðrækarminjar sem eru mjög merkilegar á landsvísu (beðasléttur, hleðslur og vantsmiðlunarmannvirki). Í Ólafsdal er myndarlegur minnisvarði af Torfa og Guðlaugu konu hans eftir hinn þekkta myndhöggvara Ríkharð Jónsson (1888-1977). Ólafsdalsfélagið vinnur nú að endurreisn staðarins. Fjölskylduvæn Ólafsdalshátíð verður haldin í fjórða skipti 7. ágúst 2011.


Ólafsdalur við Gilsfjörð

371 Búðardalur
+354 693 2915
olafsdalur@olafsdalur.is
www.olafsdalur.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga