Grunnafjörður
Norðan Akrafjalls liggur Grunnafjörður. Grunnafjörður er friðlýst svæði í samræmi við ákvæði Ramsar samningsins um votlendissvæði sem hafa alþjóðlegt verndargildi, einkum vegna fuglalífs.  Sérstaða svæðisins fellst meðal annars í því hversu víðáttumikið svæðið er en þar finnast mörg stór svæði með mismunandi leirugerðum sem er forðabúr fjölmargra fuglategunda. Í fjörðinn renna ár og lækir sem fæða hann ferskvatni og fiskgengd , lax, urriða og bleikju er þar nokkur.

 Svæðið er alþjóðlega mikilvægt, einkum sem viðkomustaður margæsa, rauðbrystings og sanderlu á leið sinni milli meginlands Evrópu til heimskautasvæðanna bæði að vori og hausti.  Um 25% margæsastofnsins hefur viðkomu í Grunnafirði á þessum ferðum sínum. 

 Við Grunnafjörð og í næsta nágrenni hans  verpa einnig fjölmargar fuglategundir, svo sem, sendlingur, lóuþræll, sandlóa, tjaldur, æðarfugl og máva- og andtegundir auk þess sem hafarnarpar hefur verpt þar.

Grunnafjörður er mjög áhugaverður staður fyrir fuglaskoðara og útivistarfólk en forðast skal mikla umferð yfir hávarptímann.

Grunnafjörður, Leirár- og Melahreppi og Skilmannahreppi

Afhverju var Grunnafjörður friðlýstur?   

Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er svæðið friðland. Tilgangur friðlýsingarinnar var að vernda landslag og lífríki svæðisins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög auðugt. Stærð friðlýsta svæðisins er 1393,2 hektarar.

Árið 1996 var svæðið samþykkt sem Ramsar svæði. Svæðið hefur því verið verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi. Fjörðurinn er eina Ramsar svæðið á Íslandi sem liggur að sjó. Stærð Ramsar svæðisins er u.þ.b 1470 hektarar.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga