Askja í Dyngjufjöllum

Askja í Dyngjufjöllum var friðlýst sem náttúruvætti 1978 og er ein sérstæðasta jarðmyndunin í Ódáðahrauni. Mörg eldgos hafa orðið í Öskju sem er sigdæld mikil, sporöskjulaga. Þar er Öskjuvatn sem er dýpsta stöðuvatn Íslands eða 217 m. Öllum sem koma í Öskju verður hún ógleymanleg. Mikilleiki náttúrunnar og smæð mannsins birtast þar óvenju skýrt. Pálmi Hannesson fyrrum rektor í MR sagði: "Ég hef það fyrir satt, að Askja sé furðulegasti staðurinn á þessu furðulega landi. Og ég þykist vita, að á allri jörðinni séu fáir staðir jafn stórbrotnir og ægilegir og hún, og ég veit, að hver sá, sem eitt sinn hefur hana augum litið, gleymir henni aldrei meir."
Margar og miklar eldstöðvar eru í Öskju. Mestur er gígurinn Víti við norðurbarm vatnsins. Hann spjó ösku og vikri árið 1875 og er það talið mesta öskugos á landinu síðan sögur hófust. Vatnið í gígnum er enn um 22 gráðu heitt og er vinsælt að baða sig í því. Vert er þó að vara þá ferðamenn við sem hyggja á bað í Víti, að stígurinn niður er mjög háll í votviðri og verulegur hiti er í leðjunni í botninum.
Skútustaðahreppur

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga