Hverfjall (Hverfell)

Hverfjall (Hverfell) var friðlýst sem náttúruvætti 22. júní 2011.
 
Hverfjall (Hverfell) er í röð fegurstu og reglubundnustu öskugígamyndana sem gefur að líta á Íslandi og talinn í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Gígurinn er óvenjulegur að því leyti að gígskálin er álíka djúp og gígurinn er hár. Hann myndaðist í þeytigosi fyrir um 2500 árum. Gígurinn myndaðist í eldgosahrinu sem nefnd hefur verið Hverfjallseldar (orðið eldar er gjarnan notað um síendurtekin eldgos með stuttum hléum í sama eldgosakerfi, en orðið gos vísar frekar til einstakra, stakra atburða eða hrina í lengri atburðarás). Sprungureinin sem Hverfjallseldar komu upp á var um 25 km löng í heild sinni þar sem Hverfjall (Hverfell) var á suðurenda sprungunnar. Gos í sprungurein eru aldrei á einni, samfelldri sprungu heldur skiptist reinin í margar styttri einingar. Hverfjall (Hverfell) sjálft er á syðsta hluta af um 1800 metra langrar sprungu. Annar, mun minni öskugígur skammt norðan gígsins og er talinn hafa myndast í upphafi gossins er myndaði Hverfjall (Hverfell).

Markmiðið með friðlýsingu Hverfjalls (Hverfells) sem náttúruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis og útivistargildis. Gígurinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem um Mývatnssveit fara.
Umhverfisstofnun. Ust.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga