Gistihúsið Hrafnagili


Gist í sveitasælunni
Gistihúsið á Hrafnagili er aðeins 12 km sunnan við Akureyri og er því hægt að njóta alls hins besta sem sveitin og bæjarlífið hefur upp á bjóða hvað varðar bæði náttúru og menningu.
Í gistihúsinu eru fimm herbergi;eitt fjögurra manna og fjögur tveggja manna. Öll herbergin eru uppábúin á íslenskan og heimilislegan máta. Gestir hafa oft orð á því hve vel þeir hvílast en það er þeirra aðaláhersla á Hrafnagili,góð og notaleg rúm.
Morgunmatur er framreiddur í eldhúsinu en hann samanstendur af glæsilegu hlaðborði. Þar má finna 2-3 tegundir af brauði, múslí, hnetur, fræ, egg frá Hrafnagilshænum,reyktan lax, ýmsar mjólkurvörur og osta, grænmeti og ávexti og meira segja er hægt að útbúa sinn eigin hafragraut.
Öryggi barna er í hávegum haft og eru öryggishlið við stiga og rimlar úm. Skiptiborð eru á báðum hæðum auk þess sem barnastólar og barnamatarstell má finna í eldhúsi.
Gestir hafa afnot af eldhúsinu eftir að morgunverði lýkur - en hafa alltaf aðgang að kaffivélinni og getaþví hellt upp á heitan drykk hvenær sem þá lystir. Þráðlaust internet er í öllu húsinu og þvotta húsið er opið gestum. Verönd með kolagrilli og sólhúsgögnum eru til afnota fyrir gesti á löngum sumardögum.

Eigendur gistihússins eru með hefðbundinn búskap og bjóða áhugasömum gestum að fylgjast með þeim við störfin. Gaman er að kynnast dýrunum á staðnum; kúm,hestum, kindum, hænum, hundum og ketti.
Gistihúsið á Hrafnagili er mjög miðsvæðis innan sveitar hvað afþreyingu varðar, um 400m eru í sundlaug Hrafnagilsskóla, 600m í Jólagarðinn og stutt í grænmetisveitingastaðinn Silva. Um 7-8 km eru á golfvöll við Þverá og hestleiguna Kát, Kaffi Kú og Holtsels-ísgerðina einnig er gaman að heimsækja Smámunasafnið sem er aðeins lengra frá.
Gestir geta andað að sér sveita sælunni við Eyjafjarðará innan um fjöllin, þar sem Kerling (1538m) hæsta fjallið í Eyjafirði blasir ofan við bæinn. Akureyri býður upp á ótal möguleika hvort sem fólk vill njóta náttúrunnar, fara á söfnin í bænum, kíkja í verslanir eða fara á kaffi- og veitingahús bæjarins.

Gistihúsið Hrafnagili

Hrafnagil • 601 Akureyri
Tel: 00354 463 1197
Email: hrafnagil@gmail.com
www.hrafnagil.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga