Hálendismiðstöðin Hólaskjól.
Hálendismiðstöðin Hólaskjól.   

Hólaskjól er við Fjallabaksleið nyrðri, um 35 km frá þjóðvegi 1, þegar ekið er upp Skaftártungu. Yfir sumarið er vegurinn fær öllum bílum og engar óbrúaðar ár á leiðinni.

Frá Hólaskjóli eru um 6 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er oft ekki fær nema hærri bílum með drifi á öllum hjólum.

Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt, t.d. er aðeins 5 mínútna gangur upp hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri Ófæru, sem er ýmist kallaður Silfurfoss eða Litli Gullfoss.

Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 71 gest í tveggja hæða skála.

Tvö bjálkahús eru einnig leigð út fyrir svefnpoka og geta allt að 6 manns gist í hverju þeirra í kojum. Hægt er að fá aukadýnur á gólf fyrir 2 í viðbót ef þörf krefur.

Eitt bjálkahús verður í sumar leigt út með sængurfötum. Fjórir geta gist þar í kojum. Hægt er að fá aukadýnu ef þörf krefur. Þetta hús er með salerni.

Næsta ár verða öll húsin með salerni.

Einnig er tjaldstæði með salernisaðstöðu og sturtu.

Hestahópar eru velkomnir, góð aðstaða og heysala er á staðnum.

Kort: http://ja.is/kort/#x=517259&y=378252&z=6

Langisjór: Hús sem stendur á nesi syðst við Langasjó er til leigu.
Svefnpokapláss er fyrir 4 í kojum og 2 á tvíbreiðum svefnsófa. Rennandi vatn og WC er í húsinu.
Innifalið í leigu eru veiðileyfi í Langasjó.

Nánari upplýsingar á: http://www.eldgja.is

Bókanir: Baldur Ólafsson / Kristín Erna Leifsdóttir

Sími:  855 5812 / 855 5813
 holaskjol@holaskjol.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga