Nauthólsvík
Nauthólsvík
Ylströndin Nauthólsvík

Komdu á Ylströndina í Nauthólsvík! baðaðu þig í sólinni á ströndinni, í heitupottunum eða skelltu þér í frískandi sjósund.

Sjórinn umhverfis Ísland er það kaldur hann freistar sjaldnast sundkappa en öðru máli gegnir um Nauthólsvíkina. Í Nauthólsvíkinni er heitu vatni úr hitaveitunni veitt í tvo potta og auk þess í sjóinn í víkinni en hún hefur verið afmörkuð með garði að austanverðu til að takmarka vatnsskiptin. Víkin er þó opin út í voginn og gætir þar flóðs og fjöru og blandast sjórinn heita vatninu. Ennig er góð aðstaða fyrir sjóstund í víkinni og þar er líka að finna leikaðstöðu fyrir börn, strandblaksvöll og fleira.

Sandströnd er í víkinni og góð aðstaða til útivistar. Skiptiaðstaða og ýmis þjónusta er á svæðinu.

Sumaropnun
Alla daga frá kl. 10:00 til 19:00

www.nautholsvik.is
Símanr.: 511-6630
Netfang: nautholsvik@itr.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga