Kaffi Norðurfjörður
Kaffi Norðurfjörður-fyrir líkama og sál í stórfenglegu umhverfi
Kaffi Norðurfjörður

Kaffi Norðurfjörður er starfandi kaffi- og veitingahús í Norðurfirði, Árneshreppi. Kaffihúsið hefur verið starfrækt frá árinu 2008 yfir sumarmánuðina. Megin áherslur Kaffi Norðurfjarðar eru matur og matargerð úr héraði og “fair trade” verslun við bændur. Fyrsta flokks lambakjöt og fiskurinn úr Norðurfirði. Þessu erum við gríðarlega stolt af! Brauð, kökur og annað gómsæti er að sjálfsögðu bakað á staðunum ásamt því að kjötmeti og aðrir réttir eru kryddaðir m.a. með jurtum og grösum úr nærliggjandi umhverfi. Krossneslaug sem staðsett er í fjöruborðinu er einungis 3 km frá Kaffi Norðurfirði.

Við bjóðum upp á gæða veisluþjónustu í sumar. Er ferming framundan, afmæli, brúðkaup eða kannki kominn tími á teiti, ef svo er þá erum við með staðinn, þjónustuna, veitingarnar og rétta andrúmsloftið fyrir þig og þína í fersku og fögru umhverfi. Við getum tekið á móti u.þ.b. 50 gestum í mat og enn fleiri í kaffiboð eða teiti. Vínveitingaleyfi er til staðar og flottur rekaviðapallur er við húsið þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og drekka í sig Strandaloftið og söguna.
Hlökkum til að sjá sveitunga, ferðalanga, gesti og gangandi í allt sumar. Styrkjum Ísland og ferðumst innanlands. Náttúruperlurnar eru nær þér en þú heldur, þarft bara að opna augun og njóta.

Kveðja,
Magga og Daddi. gsm: 692-6096

 www.nordurfjordur.is
 Símanr.: 451-4034
 Netfang: kaffi@nordurfjordur.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga