Kjörbúðin Óspakseyri
Kjörbúðin Óspakseyri
Við erum lítil verslun/upplýsingamiðstöð við þjóðveg 68. Óspakseyri er gamall verslunarstaður og við leitumst við að halda gamla kaupfélagsandanum. Í versluninni eru antíkmunir, gjafavara, íslenskt handverk auk þess sem hægt er að tylla sér niður og fá sér kaffibolla og samloku eða kökusneið. Á Óspakseyri ríkir kyrrð og friður, fuglategundirnar eru margar (skarfur, æðarfugl, óðinshani, himbrimi, stokkendur, tjaldur, kría o.fl. ) og selir eru tíðir gestir. Einnig er möguleiki að sjá hvali, haferni og fálka í mikilli nálægð. Hægt er að tylla sér í fjörunni og aðstæður til að mynda fuglana eru góðar.

Í versluninni fást m.a. gamlir kjólar, skór, vinylplötur, bækur, borðbúnaður o.fl.
Hjá okkur er hægt að komast á netið, á staðnum er þráðlaust net og tölva og við aðstoðum fólk við hjólreiðaviðgerðir, að finna gistingu o.fl.

Þægilegur staður til að staldra við, njóta nálægðarinnar við náttúruna og gramsa í gömlum fjársjóðum um leið og fólk upplifir gamaldags kaupfélagsstemningu.


Kjörbúðin Óspakseyri
Bræðrabrekka 500 staður
+354 451 3360/+354 857 4800
kjorbudin@hotmail.com
www.facebook.com/kjorbudin


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga