Skonnortan Opal siglir heim til Húsavíkur eftir frábært sumar í Scoresbysundi
Skonnortan Opal er nú á siglingu heim, eftir frábæra sumartíð þriðja árið í röð, í Scoresbysundi á norðaustur Grænlandi.  Skútan er væntanleg til Húsavíkur á morgun, sunnudag.

Óhætt er að segja að áhöfn og eigendur Norðursiglingar séu stolt af árangri sumarsins.  Í sjö, vikulöngum siglingum um sundið hefur Opal borið farþega sína á framandi slóðir í þessu stærsta fjarðakerfi heims.  Stórfengleg, ógleymanleg og einstök eru nokkur þeirra lýsingarorða sem gestirnir hafa notað til að lýsa upplifun sinni af ferðinni.  Augljóst er að Scoresbysund er engu líkt og það að ferðast um svæðið á skipi eins og Opal gefur möguleika á því að heimsækja staði sem ekki væru aðgengilegir annars í stórkostlegum óbyggðum norðaustur Grænlands.

Þegar líður á haustið er Opal væntanleg til Reykjavíkur og mun hún liggja við tónlistarhúsið Hörpu þar sem boðið verður uppá skemmtisiglingar.


North Sailing
Hafnarstétt 9 • 640 Húsavík
+354 464 7272
info@nordursigling.is
www.nordursigling.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga