Kvernufoss
Kvernufoss eða (Kvarnarhólsárfoss) er í ánni Kvernu (Kvarnarhólsá), en áin fellur fram Skógaheiði skammt austan við Skóga. Áin á upptök sín í miðri Skógaheiði á milli Skógár og Dölu. Meginvatn árinnar kemur úr lindum nokkuð framarlega í Skógaheiði en hluti af vatni árinnar kemur úr Laufatunguá sem á upptök sín uppi undir Kambfjöllum. Á milli Kvernu og Laufatunguár nefnast Laufatungur. Kvernufoss er framarlega í Kvernugili, inni í hamradal þar sem móbergs- og kubbabergsklettar mynda fagran fjallasal um fossinn sem fellur í tveim þröngum raufum fram af klettunum í einni bunu. Fossinn er um það bil 30 metra hár. Eitt af því sem gerir fossinn sérstæðan er að hægt er að ganga bak við hann og njóta hans að innanverðu sem ekki er mjög algengt um fossa. Umhverfi fossins er fallegir klettar og grónar brekkur sem gefa fossinum þægilegan svip. Úr hylnum við fossinn rennur áin áfram gilið og sameinast Skógá vestur við  Drangshlíðarfjall. Auðveld ganga er að fossinum.

Ljósmynd: Rafn Sig

www.eyjafjoll.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga