Frá útgefanda Jólin 2009
Loksins aftur jólin!
1.tbl.Icelandic Times.Skoða hér á pdf
2.tbl.Icelandic Times.Skoða hér á pdf
Skoðið 4.tbl. hér


  Þótt maður fái að upplifa jólin á hverju ári þá virðist fáum það vera of mikið af hinu góða. Við fussum öll og sveium yfir fyrirtækjum og búðum sem vilja ólm selja okkur jólavörur í október. En mörg hver okkar bíða í ofvæni eftir fyrsta í aðventu þegar við megum formlega gera jóla- þetta og hitt. Sum okkar þjófstarta meira að segja í nóvember eða jafnvel í október eins og fyrirtækin. 
Jólin eru mikilvæg hátíð, ekki aðeins á hinu trúarlega sviði heldur einnig til þess að afmarka ákveðin tímabil í lífi okkar, hluta niður árið í smærri tímabil. Þannig helgum við tíma okkar einhverju ákveðnu verkefni fyrir jól og kannski öðru eftir jól. Jólahátíðin skiptir þannig vetrinum í tvennt og gefur okkur eitthvað til að hlakka til um miðjan vetur svo biðin eftir að vetrinum linni verði ekki jafnóbærileg. 
Á Íslandi eru jólin dimmasti tími ársins svo við þökkum fyrir að hafa ástæðu til þess að nota óhóflegt magn af rafmagni til að tendra ljós í öllum stærðum og gerðum og fylla öll hús og híbýli alvöru kertaljósi. Að mega jafnvel vera svolítið ósmekkleg og skreyta heimili okkar um of af alls kyns jólaskrauti og lesa hið margvíslegasta jólaefni til að fá fleiri og fleiri hugmyndir um hvernig við getum haldið gleðileg jól saman.
 
Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga