Hans Petersen - Er fjölskyldusaga þín skráð í myndum?

-Hans Petersen lagar sig að breyttu markaðsumhverfi 


Verslun Hans Petersen, Laugavegi.

Ljósmyndun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum misserum og má nú segja að stafrænar ljósmyndavélar hafi velt filmumyndavélum úr sessi. Þessu fylgja einnig breytingar á varðveislu þeirra minninga sem gerðar eru ódauðlegar á mynd.
Hin sögufræga ljósmyndaverslun Hans Petersen ehf. hefur tekið mið af þessum breytingum í rekstri sínum og býður viðskiptavinum sínum fjölda hagkvæmra lausna þegar kemur að varðveislu stafrænna mynda, sem allar eru aðgengilegar á netinu. 

Áhersla á netlausnir 
Þar sem dregið hefur verulega úr filmuframköllun í kjölfar stafrænu tæknibyltingarinnar mun Hans Petersen loka verslun sinni í Bankastræti 4 um áramótin og leggja þess í stað áherslu á netlausnir og rekstur í einni verslun í Ármúla 38 í Reykjavík. Regína Inga Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri verslana Hans Petersen, segir að mikill tregi hafi fylgt lokun þessarar verslunar, enda hafi hún verið starfrækt í 102 ár á þessum miðpunkti Reykjavíkur. „Núverandi aðstæður í þjóðfélaginu réttlæta því miður ekki frekari rekstur á þessum sögufræga stað. Bæði hefur miðbæjarverslun gefið eftir, en ekki síst hafa landsmenn dregið úr framköllun samfara stafrænni tæknibyltingu,“ segir Regína. 
Fyrstu árin var rekin nýlenduvöruverslun í Bankastræti 4 í nafni Hans Petersen, en upp úr 1920 tók verslunin á sig mynd ljósmyndaverslunar. Þegar best lét voru reknar 13 verslanir undir vörumerkjum Hans Petesen og fjöldinn allur af öðrum “Kodak express” aðilum áttu mörg góð ár í framköllunarþjónustu. Á tímabili störfuðu yfir 100 manns hjá félaginu en núna verða undir 10 stöðugildum á nýju ári. 

„Nú er bara spurningin hvort ekki sé góður tími til þess að taka til í tölvunni og senda myndir í framköllun og koma skikki á þennan málaflokk “heimilisbókhaldsins”


Regína Inga Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri verslana Hans Petersen

Ljósmyndaalbúmið ekki dautt 
Regína segir að aldrei hafi verið tekið eins mikið af ljósmyndum eins í dag og á sama tíma hafi sjaldan eða aldrei verið jafn lítið framkallað, jafnvel þó bestu myndgæðin fáist enn með framköllun. „Á stafrænni öld hefur skapast gat í fjölskyldusögu Íslendinga og þannig vantar oft nokkurra ára sögu í myndaalbúmin. Samt hefur sjaldan verið ódýrara að kaupa þessa þjónustu en ákkúrat núna. Í dag þykir það sjálfsagður hlutur að geyma myndirnar í tölvunni þar sem fáir geta notið þeirra, en því miður er allt of algengt að fólk lendi í því að tapa gögnum sem geymd eru á stafrænu formi,“ segir Regína. 
Að sögn Regínu hefur fyrirtækið ennþá þá óbilandi trú á að ljósmyndaalbúmið sé ekki dautt og að framköllun eigi eftir að koma að hluta til baka. „Nú er bara spurningin hvort ekki sé góður tími til þess að taka til í tölvunni og senda myndir í framköllun og koma skikki á þennan málaflokk “heimilisbókhaldsins”,“ segir Regína. 

Gerðu þína eigin ljósmyndabók í gegn um vefinn 
Meðal lausna sem Hans Petersen býður upp á til að auðvelda varðveislu fjölskylduminninganna er að viðskiptavinir geta gert sínar eigin ljósmyndabækur á vef Hans Petersen. „Það er mjög vönduð og persónuleg bók sem skilar sér til viðskiptavinar að lokinni framleiðslu og er þetta því mjög sniðug lausn og skemmtileg nýjung á markaði. 
Eins og áður sagði er framköllun núna mjög ódýr og það er einfallt að koma myndunum rafrænt í framköllun, fá þær sendar heim, sækja í verslun okkar eða jafnvel á næsta pósthús. Aðgengið að þjónustunni er einfalt og gott,“ segir Regína. 

Persónulegar jólakveðjur 
Desembermánuður er tími minninganna og segir Regína að þá sé verslun á þjónustunni með besta móti. „Vinsælt er að senda persónuleg jólakort með mynd og þar er mjög gott og einfalt ferli í boði á heimasíðu okkar. Á þessu ári bjóðum við í fyrsta sinn upp á prentuð brotin kort sem talsvert hefur verið spurt um. Þeir sem slíkt kjósa fá nú kort við sitt hæfi á vefnum. 
Síðan er kjörið að taka góðar myndir og stækka á striga, ál eða pappír og gera persónulega fallega jólagjöf úr þínum eigin myndum,“ segir Regína.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga