Greinasafni: List einnig undir: Arkitektar
Arkart - Guðrún Stefánsdóttir arkitekt
Allt frá hönnun bygginga til leðurvarnings

Guðrún Stefánsdóttir, arkitekt

Guðrúnu Stefánsdóttur er margt til lista lagt, einkum þegar kemur að sjónrænni hönnun af ýmissi stærð og gerð. Hún er arkitekt að mennt og hefur starfað á þeim vettvangi í fjölda ára og rekið sína eigin teiknistofu. Nú hannar hún einnig leðurvarning undir eigin vörulínu sem nefnist Arkart. Um er að ræða leðurtöskur sem og hálsfestar og eyrnalokkar úr sama efni.


Leðurtöskur og hálsfestar
Allar vörur línunnar eru unnar frá grunni af Guðrúnu sjálfri. Vinnur hún töskurnar og skartgripina úr náttúrulegu, ólituðu sauðskinnsleðri. Guðrún hafði lengi verið að vinna hluti úr leðri sér til yndisauka samfara störfum sínum sem arkitekt. Nýtti hún tækifærið þegar harðnaði á dalinn á Íslandi og ásóknin í störf arkitekta tók að róast til þess að einbeita sér betur að leðurvarningnum.
Hennar aðaláhersla var fyrst um sinn á töskurnar en á þær teiknar hún og málar alls kyns mynstur. Svo dæmi sé tekið hannar hún mynstur sem samanstendur af ferköntuðum flötum í mismunand litum sem tóna saman á skemmtilegan hátt. Guðrún hóf síðan að hanna skartgripina úr því leðri sem varð afgangs þegar töskurnar höfðu verið sniðnar til þess að ná sem bestri nýtingu úr leðrinu. Um er að ræða röð fínlegra leðurhringa eða ferhyrninga í alls kyns litum sem saman mynda einfaldar og fallegar hálsfestar og eyrnalokka.

Sala á vörulínunni Arkart hefur gengið afar vel að sögn Guðrúnar. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um vörlínu Guðrúnar á arkart.is en einnig er vörulínan til sölu í Listaafni Íslands og hjá Sædýs Design í gömlu höfninni í Reykjavík.
 
Nánari upplýsingar á www.arkart.is
Guðrún Stefánsdóttir
sími 8623355.
www.arkart.is   
Er á facebook


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga