Casa og Kósý húsgögn í Skeifunni 8
Casa og Kósý húsgögn í Skeifunni 8


Í Skeifunni 8 eru tvær húsgagnaverslanir reknar undir sama þaki, CASA og Kósý húsgögn en þar má finna allt frá litlum hönnunarhlutum upp í glæsilega sófa og borðstofur. CASA er rúmlega 30 ára gömul verslun sem hefur í gegnum árin boðið landsmönnum upp á hágæða hönnun jafnt í húsgögnum og gjafavöru. Áherslan er öðruvísi hjá Kósý, en þar er meira lagt upp úr vandaðri ítalskri og íslenskri vöru á góðu verði.


 
Gríðarlega breið lína húsgagna

 
 

Verslanirnar bjóða upp á gríðarlegt úrval húsgagna og gjafavöru fyrir heimili og fyrirtæki, eins og sjá má þegar gengið er um 1.200 fermetra sýningarsal verslananna. „Í raun bjóðum við upp á allt frá vönduðum rúmum, upp í glös og bolla og allt þar á milli fyrir heimilið.“ segir Skúli.


 
Við leggjum mikinn metnað í að bjóða vandaðar hönnunarvörur sem viðskiptavinir okkar vilja eiga alla sína ævi og þess vegna höfum við einna helst verið með ítölsk og önnur evrópsk vörumerki. Við eru sem dæmi aldrei með fjöldaframleiddar vörur frá Asíu, þar sem framleiðendur hugsa oftar en ekki um gróða fremur en gæði. Skúli segir að stærstur hluti húsgagnanna séu ítalskur, enda standi Ítalir öðrum framar í hönnun húsgagna. „Það kemst enginn með tærnar þar sem ítalir eru með hælana í húsgagnahönnun, hvort sem það á við um útlit, gæði eða verð.Aukin áhersla á íslenka hönnun í Kósý 
Skúli Rósantsson, eigandi verslananna, hyggst auka verulega framleiðslu íslenskra húsgagna á næstu misserum. Kósý húsgögn hafa þó selt íslensk húsgögn um fimm ára skeið jafnt til einstaklinga og fyrirtækja við góðan orðstír, enda segir Skúli að höfuðáhersla sé lögð á endingu og gæði í framleiðslunni. „Núna erum við að auka við úrvalið í íslensku línunni og bjóðum upp á mun meira viðarúrval en áður. Við getum smíðað úr öllum mögulegum viðartegundum og í öllum stærðum, allt eftir óskum viðskiptavinarins. Þetta færir fólki alveg nýja vídd að geta pantað sér húsgögn eftir máli og eftir því hvað hentar inn í það rými sem húsgögnunum er ætlað, hvort sem það eru skenkir, skápar eða borðstofuborð. Afgreiðslutíminn er svo ekki nema þrjár vikur. Húsgögnin hönnum við og smíðum sjálf en leggjum mest upp úr því að vanda vel til verks og að varan sé sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Þess má svo geta að framleiðslan er fullkomlega samkeppnishæf miðað við það besta erlendis frá þegar tekið er mið af gæðum og verði, sér í lagi í ljósi gengis krónunnar í dag,“ segir Skúli.

Verðinu haldið niðri 
Við höfum náð að halda niðri verðinu á innfluttum húsgögnum þökk sé góðum viðskiptasamböndum og áratugalöngu samstarfi við birgja okkar. Stærsti birginn okkar, Cassina hefur reynst vel og hefur fylgt okkur í 35 ár en við erum hlutfallslega með stærstu viðskiptavinum þeirra á heimsvísu. Birgjar okkar hafa sýnt þessu ástandi skilning og veitt okkur viðbótarafslætti. Við erum því enn að flytja inn vandaðar vörur sem við getum boðið viðskiptavinum okkar á betra verði en ella.“ segir Skúli. 

Mikið úrval af eigulegri og vandaðri gjafavöru. 
Casa rekur útibú í Kringlunni þar sem gjafavörur eru í fyrirrúmi. „Við erum gríðarlega sterk í hönnunar gjafavörum, en okkar stærstu birgjar á þeim vettvangi eru frá Ítalíu, Þýskalandi og Danmörku. Þar gildir það sama hjá okkur og í húsgögnunum, en við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á eigulega hluti sem fólk getur verið stolt af að hafa á heimilum sínum. Gjafavörur af þessum toga eru vitaskuld tilvaldar til að auka dýpt húsgagnanna og gefa rýminu lit.

www.kosy.is  www.casa.is 
Skeifan 8
108 Reykjavík

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga