Tískuvöruverslunin Anas - Verslað með blessun
-Kvenfataverslunin Anas í Hafnafirði


Tískuvöruverslunin Anas er sérlega hrífandi tískuvöruverslun í Firði í Hafnarfirði, en nafn verslunarinnar mun þýða „hrifning“ á indverskri mállýsku. Í merki verslunarinnar er strik yfir orðinu og merkir það „Guðs blessun“ og má því segja að viðskiptavinir Anas njóti blessunar á meðan verslað er. 

Anna Þorsteinsdóttir, eigandi Anas, stofnaði verslunina árið 1999 og fagnaði því verslunin sínu tíunda starfsafmæli í ár. Anna segist leggja mikinn metnað í að viðhalda háum gæðastaðli í versluninni, bæði hvað varðar vöruúrval og þjónustu.

Allir þjónustaðir jafnt 
Anna segist leggja metnað í að þjónusta jafnt alla þá sem stíga inn fyrir hennar dyr. „Til dæmis vita ekki allir að við erum með stórar stærðir hér líka, en stærðirnar eru í raun allt frá 34 og að 46. Svo erum við með fatnað fyrir öll tækifæri, allt frá gallabuxum, framúrstefnulegum skyrtum frá Ítalíu og samkvæmislæðnað. Því reynum við þannig að þjónusta alla sem hingað koma inn,“ segir Anna.

Endingargóður fatnaður 
Fatnaðurinn í versluninni kemur beint frá hönnuðum . „Viðskiptavinir mínir geta gengið að því vísu að fötin hér séu unnin úr góðum efnum og tímalaus,“ segir Anna. Flestir hönnuðanna eru danskir, en einnig má þar finna vörur eftir þýska og ítalska hönnuði. Stærstu vörumerkin eru Créton og Carla du Nord, en Anas er eina verslunin á landinu sem býður upp á vörur eftir þessa hönnuði. 
Búðin sjálf er stílhrein og rúmgóð, en Anna sá sjálf um hönnun verslunarinnar og segir að megináhersla hafi verið lögð á að láta litinn í fötunum tala sínu máli.

Jólagjöfin fæst í Anas 
Anna segir að vinsælustu jólagjafirnar hafi gjarnan verið svokallaðar keipur, sem er nokkurs konar slá sem er eins að aftan og framan. Einnig hafa þægilegir og hlýir leðurhanskar verið vinsælir og svo sé fastur liður að eiginmenn komi og kaupi glæsilegar kápur handa eiginkonum sínum. 

„Til dæmis vita ekki allir að við erum með stórar stærðir hér líka, en stærðirnar eru í raun allt frá 34 og að 46“

Anas tískufataverslun
Firðinum Hafnarfirði (Strandgötu)
Sími 565 7100  anas@anas.is
www.anas.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga