Fjörðurinn vinalega verslunarmiðstöðin í Hafnarfirði
Jólaverslunin afgreidd í rólegu og hlýlegu umhverfi


Verslunarmiðstöðin Fjörður í Hafnarfirði fagnaði nýverið sínu 15. starfsafmæli. Í Firði má finna hér um bil allt sem hugsast getur fyrir jólaverslunina í þægilegu og hlýlegu umhverfi - allt frá gjafapappír til jólafatanna. Fjörður verður klæddur í jólabúning yfir hátíðirnar og verður þar meðal annars glæsilegur jólamarkaður, handverkssala og fleira hátíðartengt. Svo ratar hátíðarstemningin úr Jólaþorpi Hafnarfjarðar rakleiðis yfir í Fjörð, enda stendur þorpið þar við hliðina. 
Albert Már Steingrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðar, segir að mikil áhersla sé lögð á að skapa hlýlegt og notalegt umhverfi í Firði, enda sé slagorð verslunarmiðstöðvarinnar: Fjörður vinalega verslunarmiðstöðin í Hafnafirði. „Hér er hlýlegt og fjölskylduvænt andrúmsloft þar sem fólk getur virkilega notið þess að versla. Hér er ekki þessi mikli hraði og hávaði sem oft fylgir, líkt og víða annars staðar. Viðskiptavinir Fjarðar eru komnir til þess eins að versla afslappað og er því iðulega mikil ró yfir Firði, jafnvel þó hér sé margt um manninn, segir Albert.

Áhersla lögð á góða þjónustu 
Í Firði eru sex kvenfataverslanir, ein herrafataverslun, skartgripaverslun, skóbúð, íþróttavöruverslun, leikfangaverslun, símaverslun, áfengisverslun og matvöruverslun. Þar að auki má þar finna ýmiskonar þjónustu á borð við hárgreiðslustofu, bankaútibú, pósthús, apótek og heilsugæslu. Þegar löngum verslunardegi lýkur má svo seðja hungrið á annað hvort kaffihúsi, veitingastað eða í bakarí sem öll eru í Firði. „Hér er því hægt að afgreiða stóran hluta jólaverslunarinnar í þægilegu og yndislegu umhverfi,“segir Albert. Fjörður er staðsettur í miðbæ Hafnarfjarðar og er hreint ekki amalegt að sitja á kaffihúsinu á annari hæð með glæsilegt útsýni yfir höfnina.
Albert segir að það sem einkenni verslunarrekendur Fjarðar sé vinalegt viðmót og að margir eigendanna taki virkan þátt í rekstrinum og standi flestir sjálfir á bak við afgreiðsluborðið. Hér er fólk sem leggur mikla alúð í reksturinn og leggur mikla áherslu á góða þjónustu, sem sýnir sig í því að rúmlega helmingur þeirra verslana sem starfa í Firði í dag hefur verið hér frá upphafi. Í Firði starfar duglegt fólk með báða fæturna á jörðinni sem leggur metnað sinn í að veita góða þjónustu og reka góðar verslanir, segir Albert.

Góður kostur fyrir Reyk- víkinga 
Frá stofnun Fjarðar árið 1994 hefur gestafjöldinn aukist stöðugt ár eftir ár og segir Albert að gestir Fjarðar komi víða að. Nú er vikulegur gestafjöldi Fjarðar á bilinu 28-32 þúsund manns, sem er um 1,5 milljón á ári. Við höfum séð að fólk úr Breiðholti hefur verið að sækja hingað, eins úr Garðabæ og frá Suðurnesjum. Viðskiptavinum okkar hefur þótt notalegt að koma hingað í afslappað umhverfi, jafnvel þó eitthvað lengra sé hingað að sækja fyrir þá sem búa utan Hafnarfjarðar, segir Albert, en þess má geta að strætisvagnar stöðva beint fyrir utan Fjörð og ganga þaðan í Kópavog og á Hlemm.

Fjörður settur í jólabúning 
Fjörður verður settur í sannkallaðan jólabúning í desember, en verslunarmiðstöðin stendur við hlið hins fornfræga samkomustaðar Hafnarfjarðarbæjar, Thorsplan, en þar rís Jólaþorp Hafnarfjarðar á hverju ári. Jólaþorpið hefur notið gríðarlegra vinsælda, enda ríkir þar mikil stemning og er vegleg skemmtidagskrá í boði. Fólki hefur svo þótt afar notalegt að koma inn í hlýjuna í Firði og gæða sér á heitum drykkjum og mat. Þar að auki verðum við í annað sinn með Jólamarkað í glæsilegu 300 fermetra rými á 2.hæð. Þar má finna alls kyns gjafavöru, jólakort, spil og allt sem þarf fyrir jólin. Markaðurinn naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól og því ákváðum við að vera með hann aftur nú. Einnig er handverksmarkaður á jarðhæð flesta daga vikunnar fyrir jólin segir Albert.

Myndbönd


Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga