Bókin Lúðrar gjalla - Áhrifamikil lífsreynslusaga. Eftir Gest Hannson
-Lúðrar gjalla eftir Gest Hannson komin út

Bókin Lúðrar gjalla, er nýjasta útgáfan eftir Gest Hannson (ekki Hansson), sem er þó þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum.
 
Bókin er gefin út af útgáfufélaginu Bóka frá Akureyri, en á bak við rithöfundarnafnið stendur rithöfundurinn og hestamaðurinn Vigfús Björnsson, sem hefur skrifað fjölda bóka hvort heldur sem er undir eigin nafni eða undir dulnefnunum Gestur Hannsson, Kári Karlsson eða Hreggviður Hlynur. 
Höfundur bókarinnar hefur áður skrifað fjölda sígildra barnabóka og ber þar helst að nefna Strákabækurnar (Strákur á kúskinnsskóm, Strákur í stríði, Strákar og heljarmenni og Vort strákablóð) auk Stelpubóka undir dulnefninu Gestur Hannson. Undir réttu nafni hefur höfundurinn skrifað bækur svo sem Huldulandið, Smaladrengurinn og Hestar mínir, sem kom út 2007. Lúðrar gjalla er seld í bókaverslun Eymundsson á Akureyri og hjá Eymundsson í Austurstræti Reykjavík. 

Dulræn og yfirnáttúruleg fyrirbæri 
Lúðrar gjalla er í raun lífsreynslusaga fremur en skáldsaga og segir Jóhann Hauksson, útgáfustjóri Bóka, að flestir ættu að geta séð eitthvað af sjálfum sér í frásögninni og að lesendur bókarinnar hafi gefið henni þá einkunn að hún væri spennandi en jafnframt áhrifamikil, bók sem lesendur leggi helst ekki frá sér fyrr en við sögulok. „Bókin er ætluð öllu hugsandi fólki, hún nær til hjartans og er sérstaklega forvitnileg fyrir þá sem hafa áhuga á dulrænum efnium og yfirnáttúrlegum fyrirbærum. 

Fögur ástarsaga 
Sögusvið bókarinar er m. a. Þingeyjarsýsla og kannast lesendur bókarinar Huldulandið við staðhætti og má segja að bækurnar eigi heima saman. Bókin er sprottin að nokkru úr Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem höfundur var í góðum höndum, mennskra og annars heims. Bókin er jafnframt mikil og fögur ástarsaga, þar sem konur í lífi sögupersónunnar leika veigamikið hlutverk, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera sérlega þróttmiklar og lífsglaðar konur,“ segir Jóhann. 

Í sjö ár hafði Rannveigu tekist að forðast móður séra Jóns! Þetta voru ár hamingju. Rannveig klingdi silfurbjöllum og skein eins og sólin. Séra Jón dekraði við hana sem býflugnadrottningu og ætlaðist ekki til neins annars af henni en að hún væri það sem hún var! Þessi yndislega veröld stóð svo föstum fótum í huga séra Jóns að honum fannst að henni yrði aldrei haggað. Hann yrði prestur í Fossprestakalli svo lengi sem ævi og heilsa entist. Hann var alsæll, - en óvænt, eins og þruma úr heiðskíru lofti, birtist móðir hans á heimilinu! Þau höfðu brætt það með sér, faðir hans og móðir, að koma öllum að óvörum og grípa tengdadótturina glóðvolga, áður en hún hefði ráðrúm til að forða sér. Og fátt hefði getað komið séra Jóni og Rannveigu meira á óvart en koma þeirra.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga