Orðið jól - Hvaðan er orðið „Jól“ komið?

Hin norrænu mál geyma öll orð af sama stofni og íslenska orðið jól yfir hátíðirnar. Hvort sem um er að ræða Jul á frændtungum okkar eða jafnvel Joulu á finnsku. En hver er uppruni þessa orðs og hver er ástæðan fyrir því að önnur germönsk mál, svo sem þýska og enska, nota allt önnur orð yfir hátíðirnar? 
Enska orðið Christmas hefur að sjálfsögðu beina vísun í Krist svo enginn vafi leikur á því að kristna trúarhátíð er að ræða enda myndi bein þýðing yfir á íslensku útleggjast sem Kristsmessa. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um jól enda nær orðið lengra aftur en kristnihald á norðurslóðum Evrópu. Sú hátíð sem fyrir var á þessum slóðum á dimmasta tíma ársins gekk nefnilega einnig undir heitinu jól eða svipuðu orði eftir landsvæðum. Yule var vetrarhátíð í heiðnum sið áður en hún fór að tengjast Kristsburðinum. 
Orðið Yule má enn finna í enskri tungu yfir ýmsar venjur tengdum jólahátíðinni. Í ensku er talið að upprunaleg merking orðins hafi táknað töfra eða þvíumlíkt en einnig er talið að það sé skylt enska orðinu „jolly“. Í norrænunni gömlu er talið að orðið jól hafi verið skylt orðinu hjól og hafi þannig einhvern veginn verið táknmynd um hringrás ársins, að nýtt tímabil væri að hefjast. Það skal þó taka fram að þetta er aðeins kenning.

Sagan segir að Hákon Noregskonur, einn af helstu boðberum kristni á norrænum slóðum hafi svo náð að láta hina nýju kristnu hátíð falla saman við hina eldri jólahátíð. Enginn veit fyrir víst hvers konar hátíð Yule eða jól var fyrir kristnitöku þótt ýmsar kenningar eru við lýði og margt sem bendi til þess að sú hátíð hafi verið mjög mikilvæg. Enda kannski ekki nema eðlilegt fyrir fólk, hvort sem það er uppi í dag eða fyrir mörghundruð árum að gera sér glaðan dag yfir dimmasta og kaldasta tíma ársins og fagna bjartari tímum. Þannig lifi í máli okkar leifar annarra daga og siða þegar tímarnir voru aðrir, en hið daglega líf gekk sinn vanagang eins og nú..
Myndir: Ingó

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga