Karl Berndsen - Námskeið í förðun á DVD
Kennslumyndband í förðun fyrir allar konur á öllum aldriKarl Berndsen sendir frá sér námskeið í förðun á DVD ásamt 40 síðna hefti með fræðslu og leyndarmálum förðunarmeistarans. Kennslumyndband í förðun fyrir allar konur á öllum aldri.
Í myndbandinu nálgast Karl Berndsen förðun á faglegan og listrænan hátt, en aðferðir sínar byggir hann á áralangri reynslu af störfum í heimi tískunnar, jafnt með heimsfrægum fyrirsætum sem kvikmyndastjörnum. Hann hefur einstakt næmi fyrir kvenlegri fegurð og mýkt og leiðbeinir konum hvernig þær geta á einfaldan og oft á tíðum fljótlegan hátt laðað fram sína fallegustu mynd. Hann fjallar um fegurð og tilgang förðunar og hvernig fegurðin er í raun sú útgeislun sem endurspeglar sjálfsmynd okkar og sjálfsvirðingu. 
Myndbandið hefur að geyma ýmsar mismunandi útfærslur förðunar. Karl leiðbeinir og sýnir m.a. aðferðir við grunnförðun, mismunandi augnlínur, farðanir augna og skyggingar andlitsins ásamt ýmsum hagnýtum fróðleik og nýstárlegum aðferðum. Vandað hefti fylgir myndbandinu með fróðleik um öll stig förðunar, umhirðu húðar og handa og notkun förðunarpensla ásamt upplýsingum um eftirlætisvörur Karls.
 
Myndbandið hentar konum og stúlkum á öllum aldri, sem hafa metnað fyrir að líta vel út og öðlast dýpri skilning á förðun.Hér er á ferðinni fyrsta DVD sinnar tegundar á Íslandi. Tónlist og forritun tónlistar er í höndum Ragnhildar Gísladóttur.

Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga