Vegalagning um Teigskóg:Þremur milljörðum króna ódýrari en þverun eða jarðgöng
Vegalagning um Teigskóg:
Þremur milljörðum króna ódýrari en þverun eða jarðgöng

Jarðgöng undir Hjallaháls mun dýrari leið en Teigskógsvegur.

Sveinn Haraldsson Vegagerðinni segir að Vegagerðin hafi óskað eftir að fá að taka kosti um vegalagningu í Þorskafirði og nágrenni í nýtt umverfismat og að fá nýja ákvörðun Skipulagsstofnunar um það. ,,Það snýst m.a. um að fara með veginn niður undir fjöru við vestanverðan Þorskafjörð og hlífa þannig mesta af kjarrinu í Teigskógi. Þetta er ekki það mikið að talin er ástæða til að gera þarna sjóvarnargarð, kannski einstaka grjótvörn, það er grunnt þarna enda krefst friðun Breiðafjarðar að ekki sé mikið farið með vegi eða aðrar framkvæmdir út í fjörur eða sjó. Umhverfismatið tekur allt að tvö ár og þá fyrst er farið að hanna veginn og bjóða út verkið. Við erum ekki að horfa á framkvæmdir þarna fyrr en eftir þrjú ár ef þessi leið verður valin.“

Þrír valkostir
Sveinn Haraldsson segir að um þrjá meginvalkosti sé enn  um að ræða. Það er fyrst þessa nýja lína vestan Þorskafjarðar; önnur líma sunnan Þorskafjarðar út á utanvert Reykjanesið og þaðan beint yfir á Hallsteinsnesið og í þriðja lagi að fara með jarðgöng undir Hjallahálsinn. Við viljum fá að skoða þá alla þrjá, en kosturinn að leggja veg um eða  neðan Teigskógs er langsamlega ódýrastur, kostar um 6 milljarða króna. Það munar um þremur milljörðum króna á honum og hinum tveimur.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga