,,Spurning hvort ekki eigi að setja lög um þessar framkvæmdir”
,,Spurning hvort ekki eigi að setja lög um þessar framkvæmdir”
-    segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir á Tálknafirði

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir það algjörlega óásættanlegt ef bíða þarf í 3 ár eftir framkvæmdum um Teigskóg eða annars staðar þar sem ákveðið verður að leggja veg, vegna þess að aftur eigi vegur að fara í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar, jafnvel lítilsvirðing við Vestfirðinga. Þörfin á heilsársláglendisvegi vegna vaxandi flutninga vex stöðugt.
,,Við íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum höfum verið að berjast fyrir þessari framkvæmd síðan árið 2000. Nú þarf Teigskógsleiðin að fara í umhverfismat ef vegurinn verður lagður neðan hans niður undir fjöru og einnig ef grafin verða jarðgöng undir Hjallahálsinn. Við höfðum gert okkur vonir um að þetta hefði klárast fyrir áramótin en svo virðist ekki vera, og nú er spurning hvort ekki eigi að setja lög um þessar framkvæmdir til að flýta þeim.
Skynsamasta leiðin var að þvera Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð en hún var felld út af borðinu af hálfu Vegargerðarinnar vegna kostnaðar. Hagkvæmasta leiðin er vegur um Teigskóg og auðvitað fáum við þá láglendisveg í Djúpafjörð um Hallsteinsnes. En við íbúarnir erum orðnir ansi þreyttir á hvað hlutirnir ganga hægt fyrir sig.”

-    Vaxandi atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum sem ekki síst tengist laxeldi þarf aukna raforku sem ekki er of mikið af, jafnvel skortur á. Er ekki orðið tímabært að huga að aukinni orku á þessu svæði, jafnvel huga að einhverjum nýjum virkjankostum á á Vestfjörðum?

,,Staðreyndin er sú að við erum ekki sjálfum okkur nóg með raforku og afhendingaröryggið er heldur ekki nægjanlega tryggt frá Orkubúi Vestfjarða. Ljósleiðaravæðing er hér ekki langt á veg komin og það sama má segja um lagningu rafstrengja í jörð til að styrkja flutningsleiðirnar,” segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga