Akstur um Ódrjúgsháls: Oft ófær á veturna og einnig mjög varasamur
Akstur um Ódrjúgsháls:
Oft ófær á veturna og einnig mjög varasamur

Flutningabíll frá EIMSKIP kemur upp á Ódrjúgsháls. Eins gott að telja ekki för hans við þessar aðstæður.

Vegur 60 liggur m.a. um Ódrjúgsháls milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Akstur upp snarbratta brekkuna Djúpafjarðarmegin reynir oft bæði á bíl og bílstjóra og jafnvel stórir flutningabílar með mikinn vélakraft ,,”streða” upp brekkuna ef þetta eru t.d. fullhlaðinn flutningabíll með tengivagn. Dæmi eru þess að ferðamenn sem fara þennan veg séu í andlegu ójafnvægi þegar þeir komast t.d. inn í Vatnsfjörð og í bakaleiðinni taki þeir með Breiðafjarðarferjunni Baldri, hugnast alls ekki að aka þjóðveg 60 sem Íslendingar kalli veg. Aðrir hafa jafnvel gaman af þessum akstri, finnst það ögrandi, reyni á kjark og þor. En flutningabílstjórar vilja losna við þessi ósköp, enda eðlileg krafa um nútíma samgöngur.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga