,,Samkvæmt niðurstöðu íbúafundar velja flestir íbúar að þvera firðina” - segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps
,,Samkvæmt niðurstöðu íbúafundar velja flestir íbúar að þvera firðina”
-    segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps

  Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

,,Það er hreinlega til vansa í nútíma þjóðfélagi að bjóða upp á samgöngur árið 2014 eins og eru í dag um þjóðveg 60 héðan til suðurhluta Vestfjarða, og reyndar lengra,” segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Í sveitarfélaginu búa um 300 manns og hafa verulegra hagsmuna að gæta hvað varðast samgöngur en íbúarnir sækja þjónustu til Hólmavíkur og í einhverju mæli til Patreksfjarðar.

-    Hvað veldur því að þessi hluti landsins hefur orðið jafn afskiptin samgöngulega eins og raun ber vitni?

,,Það væri fróðlegt að fá svar við því og það hefur verið uppi á borðinu löngu áður en þetta Teigskógsmál kom upp. Kannski fólksfæðin hafi eitthvað um það að segja og eins að það hafi vantað þrýsting og samstöðu heimamanna og að þingmenn kjördæmisins hafi ekki beitt samgönguyfirvöld nægum þrýstingi gegnum tíðina. Samstaða heimamanna hefur svo sannarlega verið til staðar á síðustu misserum,” segir Ingibjörg Birna.

Teigskógsleiðin á aðalskipulagi Reykhólahrepps
-    Hefði ekki verið skinsamlegt að beita þrýstingi í þá veru að þvera þrjá firði í stað þess að bíða ákvörðunar samgönguyfirvalda og Vegagerðarinnar?

,,Þessi A-leið, sem er vegur beint frá Árbæ í Reykhólum yfir á Skálanes milli Gufufjarðar og Kollafjarðar er seinni tíma hugmynd o1g kemur í kjölfarið á hugmynd um að reisa sjávarfallavirkjun í minni Þorskafjarðar. Það er samþykkt stefna Reykhólahrepps í skipulagsmálum og samþykkt aðalskipulags, að leggja veg um Teigskóg fyrir Hallsteinsnes yfir í Djúpafjörð og þess vegna er það forgangskrafa sveitarfélagsins. Ef vegur 60 lægi um Reykhóla, þ.e. ef farið yrði að þvera firðina, þyrfti að endurbyggja alveg veginn hingað niður eftir austanmeginn. Vegagerðin hefur sent inn til Skipulagsstofnunar ósk um að vegurinn um Teigskóg fari aftur í umhverfismat. Ég á frekar von á því að það svar verði neikvætt, vegurinn fari ekki aftur í umhverfismat. Það liggur fyrir Hæstaréttrdómur um þetta svæði, á því byggi ég þessa skoðun mína. En við íbúarnir vonum innilega að þessi vegagerð hefjist sem fyrst.”

-    Svo virðist sem Vestfirðirnir sé eyland með margt fleira en vegi. Raforkan er fullnýtt að heita má, rafstrengir eru óvíða í jörð og afhendingaröruggi því oft alls ekki sem skyldi þegar herja hörð vetrarveður. Stundum er rafmgnslaust. Er þetta ekki líka mál sem þarf að koma til betri vegar?

,,Vissulega, og kannski hefði bráttan átt að vera samhliða í orku- og vegamálum. Stórar orkuveitur á suðvesturhorninu eru forgangsmál að því er virðist og orkan frá þeim seld til orkufreks iðnaðar. Á Vestfjörðum gæti líka verið orkufrekur iðnaðar, og það er vísir að því með Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal. Við gætum gert betur og skapað þannig fleiri störf. Hér væri hægt að byggja sjávarfallavirkjun í Þorskafirði og eins hefur virkjun Hvamsfjarðar verið nefnd. Slík orkuver yrðu vítamínssprauta fyrir atvinnulífið hér.”

Á íbúafundi sem haldinn var að Reykhólum kom upp mikill áhugi á leið A í samgöngumálum, þ.e. að þvera Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. En einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að Vegagerðin vilj ekki skoða þessa leið, fyrst og fremst vegna þess að hún er um 3 milljörðum króna dýrari. Aðrar hliðar hafa því ekki verið kannaðar að neinu marki fremur en göng undir Hjallaháls, sem hafa verið rædd en ekki komist á neinn forgangslista,” segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga