Vegalagning í Gufudalssveit í óásættanlegri stöðu
Bæjarráð Vesturbyggðar:
Vegalagning í Gufudalssveit í óásættanlegri stöðu

Vestfjarðavegur í Kjálkafirði fyrir nokkrum dögum. Vegfylling er að verða fullbúinn og verið er að ganga frá handriði. Umferð verður væntanlega hleypt á hana í haust en brúarsmíði í Mjóafirði er skemur á veg komin. Þessar framkvæmdir greiða leiðina, en betur má ef duga skal með vegaframkvæmdir á svæðinu milli Vesturbyggðar og Reykhóla.

Bæjarráð Vesturbyggðar fyrr í sumar bókun um vegalagningar á Barðaströndinni. ,,Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veglagningar í Gufudalssveit óskar bæjarráð Vesturbyggðar eftir fundi með vegamálastjóra vegna Vestfjarðarvegar 60.
Jafnframt skorar bæjarráð Vesturbyggðar á forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson og þingmann Norðvesturkjördæmis, að hann leggi fram að nýju frumvarp til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60 sem flutt var upphaflega á 139. löggjafarþingi, 2010-2011. Samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum þolir ekki frekari tafir á vegaframkvæmdum.”
Meðflutningsmenn Einars Kristins Guðfinnssonar á frumvarpinu frá 2011 voru tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis, þeir Ásbjörn Óttarsson Sjálfstæðisflokki og Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki, nú utanríkisráðherra.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga