Breiðafjarðarferjan: Ný ferja í áætlun í næsta mánuði
Breiðafjarðarferjan:
Ný ferja í áætlun í næsta mánuði

Baldur, núverandi Breiðafjarðarferja, við bryggju í Stykkishólmshöfn.

Sæferðir í Stykkishólmi eru að kaupa kaupa nýja og stærri Breiðfjarðarferju sem er væntanleg til landsins um miðjan ágústmánuð ef allar áætlanir ganga eftir. Ferjan kemur frá Hollandi og er svipuð þeirri ferju sem nú er í siglingum, en lengri og tekur fleiri bíla. Áður en skipið fer í áætlunarsiglingar á Breiðafirði þarf að gera á skipinu minni háttar breytingar. Nýja ferjan er 77 metra löng og getur flutt 60 fólksbíla í hverri ferð í stað 40 bíla með núverandi ferju. Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að ferjan Baldur geti ekki lengur sinnt öllum farþegum og bílum á mestu álagstímum á sumrin. Gamla ferjan verður seld til Grænhöfðaeyja ef allar áætlanir um það ganga einnig eftir.
Þungaflutningar að vetrarlagi hafa aukist mikið síðustu ár vegna vaxandi framleiðslu sjávarútvegsfyrirtækja á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, ekki síst laxeldisfyrirtækja. Þungaflutningar landveginn um Barðaströnd hafa ekki gengið vel og því vaxandi ásókn í flutninga með ferjunni. Um slæma vegi er að fara og fjallvegi og hálsa sem oft eru ófærir að vetrarlagi. Líklegt er nú að vegaframkvæmdir í Gufudalssveit hefjast ekki fyrr en eftir allt að þremur árum vegna nýs umhverfismats á svæðinu um Teigskóg sem Vegagerðin hefur sóst eftir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga