Blómalindin í Búðardal
Blómalindin í Búðardal

Á leið vestur á firði, við botn Hvammsfjarðar í Dölum, leynist þorpið Búðardalur eins og margir vita. Það sem færri hafa vitneskju um, er að í Búðardal er boðið upp á einn besta kaffisopa landsins og þó víðar væri leitað.

Blóma og gjafavöruverslunin Blómalindin, sem hefur verið starfrækt í tíu ár og er þekkt fyrir faglega þjónustu, opnaði nýverið kaffihús í gamla bakaríinu við Vesturgötu 12a. Kaffihúsið er rekið samhliða versluninni og hefur síðan í júníbyrjun glatt gesti sína með fyrirtaks veitingum.

Súpa dagsins í Blómalindinni mælist án efa á heimsmælikvarða þar sem einungis er notast við hráefni úr nánasta umhverfi, m.a. úr Dölunum, Borgarfirði og Reykhólum. Kjötið kemur  beint frá býli, grænmetið úr gróðurhúsinu og sjávarfang hafsins frá höfninni.  Allt brauð er bakað í kaffihúsinu og er tómat- og rúsínubrauðið eitt það alvinsælasta, borið fram með dýrindis sjávarréttasúpu sem er ekki amalegt að gæða sér á, í rigningarsuddanum í sumar.

Þegar kemur að kaffisopanum fræga þá eru kaffibaunirnar malaðar á staðnum svo ilmurinn kitlar bragðlaukana jafnvel áður en fyrsti sopinn er tekinn. Boðið er upp á allt frá svörtu kaffi til cappuccino og hægt er að taka kaffið með.

Bakkelsið er auðvitað eitthvað sem slær í gegn, vöfflur úr súkkulaðideigi gleðja gesti, muffins og croissant við kertaljós – það er ekkert minna!

Blómalindin er opin alla daga á milli klukkan 11 og 20 en þar er einnig að finna þráðlaust net og þvottahús, sem kemur mörgum ferðalanginum vel. Íslenskar gjafavörur eru í úrvali og síðast en ekki síst er Blómalindin löngu víðfræg fyrir blómaskreytingar sínar og afskornu blómin undir nafninu „Frá vöggu til grafar“. Blómalindin er sannarlega staður sem ekki má láta framhjá sér fara, hún er staðsett í aðeins tæplega tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborginni.
-SP

Callout box1: Með kjötið beint frá býli, grænmetið úr gróðurhúsinu og sjávarfang hafsins komast súpur dagsins án efa á heimsmælikvarða þar sem einungis er notast við hráefni nánasta umhverfis.
Callout box2: Blómalindin er opin alla daga á milli klukkan 11 og 20 en þar er einnig að finna þráðlaust net og þvottahús, sem kemur mörgum ferðalanginum vel.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga