Dýragarðurinn í Slakka

Dýragarðurinn í Slakka

Ævintýralegur dýragarður
Dýragarðurinn í Slakka er heill heimur út af fyrir sig þar sem hægt er að lenda í ævintýrum. Dýr af ýmsum tegundum eru bæði úti og inni og má þar nefna kálfa, yrðlinga, svín, kalkúna, gæsir, mýs, hunda og ketti; það má jafnvel klappa sumum dýrunum eins og hundunum, köttunum og kanínunum.
„Það er búið að temja yrðlingana þannig að fólk getur fengið að klappa þeim,“ segir Helgi Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri.

Gestir geta líka spilað golf innandyra en í Slakka er hægt að spila mínígolf auk þess sem þar er níu holu púttvöllur. Helgi segir að golfvellirnir hafi notið mikilla vinsælda í vætutíðinni í sumar.Leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina er einnig til staðar og í sumar var opnaður sparkvöllur þar sem er t.d. mark og körfuboltagrind.

Kaffi- og veitingahús er á staðnum. „Við erum með veitingar og reynum að gera eins vel og við getum. Við bjóðum t.d. upp á djúpsteiktan fisk, hamborgara og samlokur og við berum fram grænmeti með öllum réttunum.“ Þess má geta að grænmetið er úr hverfinu og er alltaf nýtt og ferskt.


„Við opnuðum tvær ljósmyndasýningar í sumar. Gunnar Steinn Úlfarsson sýnir 20 myndir í golfhúsinu og í gömlum torfbæ á svæðinu hanga uppi myndir sem ég hef tekið af staðnum í þau 20 ár frá því dýragarðurinn var opnaður.“

-SJ

Myndatexti 1: Leiksvæði fyrir yngstu börnin

Myndatexti 2: Börnin halda á degúum, skemmtilegu dýri ættuðu frá Síle sem nýtur sívaxandi vinsælda sem gæludýr.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga