Halldórskaffi í Vík í Mýrdal

Halldórskaffi

Fjölskylduvænn veitingastaður
Halldórskaffi í Vík í Mýrdal er veitingastaður, kaffihús og bar og er til húsa í elsta húsi bæjarins sem nefnt er eftir Halldóri Jónssyni kaupmanni.

„Við erum með eitthvað fyrir alla,“ segir Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri. „Kjöt- og fiskrétti, pítsur, hamborgara, samlokur, salöt, súpu dagsins og heimabakaðar kökur. Við erum með barnamatseðil þar sem eru t.d. fisk- og kjötréttir. Við bjóðum upp á kubbahorn fyrir börnin og litabækur svo það sé áfram gaman í ferðalaginu.Lögð er áhersla á að nýta það hráefni sem hægt er að fá af svæðinu, valið er íslenskt.“

Veitingastaðurinn er hlýlegur; panell á veggjum og þar hanga iðulega uppi listaverk eftir ýmsa listamenn. Fjölmargar sýningar eru haldnar yfir árið. Í sumar eru t.d. til sýnis verk á vegum Textílfélagsins í tilefni 40 ára afmælis þess.
Gestir staðarins geta bæði setið inni og úti, ef veður leyfir, og notið þess að sitja í miðbæ Víkur í Mýrdal.

-SJ
www.halldorskaffi.is
 
Callout: Á veggjum hanga iðulega uppi listaverk eftir ýmsa listamenn en fjölmargar sýningar eru haldnar yfir árið

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga