Veitingahúsið Lindin

Veitingahúsið Lindin

Sérhæfir sig í íslenskri villibráð

Veitingahúsið Lindin, sem er restaurant og bistro kaffihús, er í gamla húsmæðraskólanum að Laugarvatni. Útsýnið er fallegt - Hekla, Eyjafjallajökull og Tindafjallajökull eru á meðal þess sem blasir við þegar horft er yfir vatnið.

„Þegar komið er að húsinu virkar það eins og lítið og sætt dúkkuhús,“ segir Baldur Öxdal Halldórsson, eigandi og matreiðslumeistari, „en sú er ekki raunin því stór salur er fyrir innan þar sem er bistro kaffihús og tekur 100 manns í sæti. Fremri hlutinn, þar sem veitingastaðurinn er, tekur um 50-60 manns í sæti.“Lindin sérhæfir sig í íslenskri villibráð auk þess sem um er að ræða bistro kaffihús þar sem boðið er upp á léttari rétti frá steikum niður í hamborgara og salöt.“

Á meðal þess sem boðið er upp á á veitingastaðnum er hreindýrakjöt, lambakjöt, hrossakjöt, gæs, önd, sjófugl, hvalkjöt og ýmsar fisktegundir og er stundum um að ræða fisk sem er t.d. veiddur í Þingvallavatni og Apavatni.

„Allt meðlæti er heimabakað,“ segir Baldur sem er lærður kökugerðarmaður en það lærði hann í New York og Sviss. „Við reynum að halda gæðunum í hámarki hvort sem það eru forréttir, aðalréttir, eftirréttir eða bara hvað sem er.“

-SJ

www.laugarvatn.is

Quote: “Lindin sérhæfir sig í íslenskri villibráð auk þess sem um er að ræða bistro kaffihús þar sem boðið er upp á léttari rétti frá steikum niður í hamborgara og salöt.“

Myndatexti: Baldur Öxdal Halldórsson, eigandi og matreiðslumeistari

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga