Góðir íslendingar Jónína Ben
Árið 1981 útskrifaðist ég sem íþróttafræðingu frá Mc Gill háskólanum í Montreal í Kanada. Síðan þá hef ég svo til engöngu unnið við heilsueflingu fólks, í Kanada, Svíþjóð og svo hér á Íslandi. Ég hafði þau forréttindi að kynna ýmsar nýjungar fyrir elskulegri þjóð minni og geri enn.
Nú er það heilsubætandi föstur eða það sem ég valdi að kalla Detox-meðferð Jónínu Ben. Til mín í Detox hafa hundruðir sótt bæði hér heima og í Póllandi. Fólk frá ýmsum löndum hefur skrifað vitnisburði um lækningarmátt föstunnar sem margir velja að gera að árlegum viðburði. Sumir oft á ári og gleður það mig mjög. Fastan sem ég kenni er öðruvísi en allar aðrar föstuaðferðir sem að ég hef kynnt mér. Hún byggir á kenningum
pólsks læknis sem hefur áunnið sér virðingu fyrir árangur þessarar föstu. Hennar aðferðum mun ég ekki breyta en hef bætt við prógrammið ýmsum fyrirlestrum eftir því sem meira ávinnst í rannsóknum og reynslu hvað varðar óhefðbundnar lækningar. Ég vinn náið með læknum sem veitir ykkur sem til mín leitið mikið öryggi. Ég veit að engum er hollt að fasta samhliða fullri vinnu og því gleður það mig að bjóða fólki að dvelja með mér í 14 daga í Póllandi og svo aftur í haust á Íslandi þar sem ég er með eftirlit og ráðgjöf því meðferðin hefur áhrif á líðan fólks strax á öðrum degi. Ég þekki einkennin og lækningarmáttinn og miðla honum til fólks í meðferðinni. Líkt og óheilbrigt mataræði orsakar sjúkdóma getur hollt mataræði læknað sjúkdóma. Rannsóknir sýna að með detox-mataræði minnka bólgur og ofnæmisviðbrögð líkamans sem læknavísindin skilgreina sem orsakavald
flestra lífsstílssjúkdóma nútímans.
Einnig hafa detox-aðferðir aðstoðað fólk við að ná tökum á offitu, gigt, blóðþrýstingssjúkdómum og efnaskipta- og meltingarsjúkdómum. Detox-matarræði getur flýtt fyrir bata eftir heilablóðfall, hjartaáfall og krabbamein.
Með bestu kveðju, Jónína Ben.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga