Frá útgefanda

Það er ánægjulegt að sjá á þessum miklu óvissutímum að þjóðin situr ekki með hendur í skauti sér og lætur svartsýni og bölmóð ná yfirhöndinni. Þvert á móti virðist fólk nú sem aldrei fyrr hugsa um eigin heilsu og vellíðan, sem sýnir sér í hinum mikla fjölda möguleika sem fólki stendur til boða egar kemur að því að rækta heilsuna. Sálina þarf líka að rækta og er engin skortur á úrræðum þar eins og lesa má í blaðinu. Hvort sem fólk kýs að sækja sér aukna menntun, hugleiða í jóga eða breyta um lífsstíl þá ættu úrræðin ekki að skorta.

Þrátt fyrir að dugnaður og framtakssemi Íslendinga hafi beðið álitshnekki í íslensku útrásinni, eru þetta góðir kostir séu þeir notaðir til góðra og gagnlegra starfa. Stuðningur við nýsköpun er nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr og má hér finna viðtöl og umræður sem varpa ljósi á það helsta sem er að gerast í þeim efnum um þessar mundir. Svo dæmi séu tekin má hér lesa um stórhuga sem hyggja á útflutning á vatni í tonnavís til mið-austurlanda, húsmóður sem fylgdi heilsuræktarfyrirtæki úr bílskúrnum í atvinnuhúsnæði, fyrirtæki sem hyggst nýta sérfræðiþekkingu einhverfra í atvinnulífinu og orkubændur víðsvegar um land sem kennt hefur verið að beisla orku heima fyrir.
Ljóst er að ný tegund fólks hefur tekið við keflinu og mun leiða þjóðina bata. Það er sönn ánægja að kynna lesendur okkar fyrir hluta þeirra.


Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga