Greinasafni: Menntun
Dale Carnegie á Íslandi: Fyrirtæki þjálfuð til að takast á við breytt umhverfi

Gerbreytt landslag blasir nú við fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi og þurfa mörg þeirra að gera róttækar breytingar á rekstri sínum. Dale Carnegie á Íslandi hefur mætt þessari þörf, en hjá þeim hefur verið um 30% aukning í námskeiðahaldi, þá sérstaklega í sérsniðnum lausnum fyrir fyrirtæki. Unnur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, segir að í þessu árferði sé enn mikilvægara en áður að samskipti fyrirtækja séu traust og að þjónustufólk í framlínunni sé í stakk búið til að takast á við breyttar aðstæður.

Því bjóði Dale Carnegie nú stjórnendum fyrirtækja að koma á vinnustofur fyrirtækisins til að kynnast aðferðafræði þeirra. Í kjölfarið er þeim svo boðið fjölbreytt  úrval þjálfunar.

Meira haft fyrir árangri
Unnur segir algengt að fyrirtæki þurfi að hafa töluvert meira fyrir því að ná árangri í rekstri í dag og eigi það við á öllum sviðum innan  fyrirtækisins. „Því er enn mikilvægara en áður að samskipti séu traust og að samvinna ríki á milli ólíkra deilda. Bakvinnsla vinnur til dæmis markvisst með framlínu og allir stefna að sameiginlegu markmiði. Fyrirtæki sem eiga afkomu sína undir því hvernig t tekst að afla tekna sem komu áður án mikillar fyrirhafnar leita nú til okkar í stórum stíl varðandi söluþjálfun. Sölustarfið hafði áður verið að þróast meira út í afgreiðslustarf en núna reynir á að sölufólk sé hæft í að fylgja söluferli sem hefur sýnt sig að eykur söluna umtalsvert. Í dag reynir meira á að þekkja viðkskiptavininn, þarfir hans og áskoranir og að geta boðið upp á  lausn sem nær fram þeim markmiðumsem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Unnur.

 Reynir á stjórnendur
Nú reynir einnig meira á stjórnendur en áður og segir Unnur að nú þurfi þeir að stíga upp í hvatningarhlutverkinu – sem leiðbeinandi þjálfarar með yfirsýn yfir ábyrgðarsvið sem hafi í mörgum tilfellum breyst umtalsvert. Stjórnendaþjálfunin Dale Carnegie byggir annars vegar á því að skerpa á hæfni sem annarsvegar lýtur að ferlum, t.d. þjálfunarferli, áætlanaferli, nýsköpunarferli, tímastjórnun, fundarstjórnun og fleira og hins vegar því sem snýr að fólki til dæmis hvatning, hversu vel við þekkjum fólkið okkar, hvernig við höfðum til þeirra, hversu vel við tökum á mistökum eða viðhorfi sem hefur neikvæð áhrif og fleira því tengt.

Verulegt tekjutap vegna bresta í samskiptum
Unnur segir að víða megi sjá dæmi þess að fyrirtæki verði af umtalsverðum tekjum vegna bresta í samskiptum og verkefnastjórnun.  „Það er alls ekki óalgengt að sjá fyrirtæki tapa peningum vegna þess að stjórnendur og starfsfólk hefur ekki sjálfstraust eða kjark til  að takast á við breyttar aðstæður, deila verkefnum, eiga hreinskiptin samskipti og að gefa fólki tækifæri á að eiga hlutdeild í breytingum og verkefnum. Það segir sig sjálft, að ef gera þarf breytingar í fyrirtæki, að stjórnandinn getur ekki gert þær upp á eigin spýtur. Það reynir á að stjórnandinn geti skapað sýn sem fólkið skilur og getur sameigast um og að upplýsingum sé komið  þannig á framfæri að fólk skiljihvers er ætlast til af hverjum og einum,“ segir Unnur.

Raunveruleg verkefni
Hagnaður sem fyrirtæki hafa af stjórnendanámskeiðum segir Unnur að sé margþættur. „Fólk hefur fyrst og fremst talað um að sækja námskeið sem nær yfir talsvert langt tímabil. Þá fái það tækifæri til að þjálfa með sér nýja hæfni á meðan á námskeiðinu stendur. Þannig höfum við meiri áhrif á hvort breytingin sem óskað var eftir næst fram eða ekki. Þannig mun til dæmis stjórnandi sem vill bæta sig í að takast á við neikvæðni á vinnustaðnum raunverulega æfa sig í því áður en námskeiðinu lýkur. Það má því segja að stjónandinn sé að koma sér upp safni af góðum venjum. Verkefnin á námskeiðinu eru tengd raunverulegum verkefnum sem eru upp á borðinu hjá stjórnendunum og eru þá skilyrði um mælanlegan árangur. Við erum alltaf að leitast eftir því að auka tekjur, lækka kostnað eða auka gæði,“ segir Unnur.

Ókeypis kynningartími fyrir einstaklinga
Dale Carnegie býður einnig upp á einstaklingsnámskeið og er nú einstaklingum boðið í ókeypis kynningartíma til að fá innsýn í hvaða árangri Dale Carnegie þjálfun getur skilað. Einstaklingsnámskeiðunum er skipt upp í fjóra aldurshópa - 13- 15 ára, 16-20 ára, 21-25 ára og svo eldri en 25. Markmið einstaklingsnámskeiðanna eru að efla sjálfstaust, bæta mannleg samskipti, efla tjáningarhæfni, læra að stýra eigin viðhorfi og stykja leiðtogahæfileikana. „Í upphafi námskeiðs setur hver þátttakandi sér markmið um hvaða árangri hann vill ná og vinnur að þeim yfir tímabilið. Markmiðin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Sem dæmi má nefna: að sækja um vinnu, bæta við sig menntun, efla sig í líkamsrækt eða heilsurækt, láta meira til sin taka á vinnustaðnum, tjá sig á áhrifaríkari hátt, ná meiri árangri í eigin rekstri hvort sem það er að bæta við nýjum viðskiptavinum eða endursemja við birgja og svo mætti lengi telja. Þetta er því mjög fjölbreytt námskeið. Við fáum þverskurð af þjóðfélaginu saman á námskeið þar sem fólk með ólíkan bakgrunn, reynslu og menntun vinnur saman að ákveðnum markmiðum.  Allir eiga það þó sameiginlegt að hafa áhuga og vilja til þess að efla sig og ná enn betri árangri á einhverju sviði,“ segir Unnur.

Hæfari atvinnuumsækjendur
Unnur segir að þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á Íslandi um árangur af Dale Carnegie þjálfuninni sýni fram á mælanlega aukningu á þeim sviðum sem markmið námskeiðsins ná yfir. „Það er líka gaman að segja frá því að vinnumiðlanir hafa haft á orði við okkur að margir þeirra umsækjenda sem hafa lokið þjálfun hjá okkur eru frambærilegri og áræðnari í framkomu en aðrir,“ segir Unnur að lokum.

Leiðtogaþjálfun ehf · Ármúla 11 · 108 Reykjavik · Iceland
(+354) 555 7080 · upplysingar@dalecarnegie.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga