Greinasafni: Heilsa
Sporthúsið: Yoga í 40° hita

Sporthúsið kynnir nú á nýju ári fjölda spennandi námskeiða - allt frá slakandi jóganámskeiðum í upphituðum sal og til grófra „bílskúrsæfinga“ í svokölluðu Cross fit námskeiði þar sem keyrslan er mikil og árangurinn eftir því. 


Eini menntaði Hot yoga kennari landsins

Á meðal vinsælustu námskeiða í Sporthúsinu eru hinir svokölluðu Hot jóga tímar, þar sem sérstakar jóga æfingar eru gerðar í upphituðum sal. Gunnhildur I. Þráinsdóttir, Deildastjóri námskeiða, segir þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl í vetur og því hafi verið ákveðið að fjölga námskeiðunum á nýju ári. „Við létum útbúa fyrir okkur sérstakan sal sem er hitaður upp í 40°og má því ljóst vera að brennslan er gríðarleg. Svo þykir heldur ekki amalegt að ganga inn í þennan hita í mestu vetrarhörkunni. Þetta byggir á einföldum æfingum sem allir geta gert, burtséð frá því í hvaða formi viðkomandi er í. Æfingarnar eru allar hugsaðar út frá hryggnum og styrkja þessa kjarnavöðva líkamans - maga, bak og þessa litlu vöðva sem eru ef til vill ekki í stöðugri notkun. Um kennsluna sér Jóhanna Karlsdóttir, sem lærði þetta í Tælandi, en hún er eftir því sem ég best veit eini menntaði Hot Yoga kennarinn á Íslandi,“ segir Gunnhildur. Sporthúsið býður nú upp á níu mismundandi Hot jóga námskeið, sem eru ýmist tvisvar eða þrisvar í viku og ýmist 60 eða 90 mínútur í senn,“ segir Gunnhildur.

Líkamsrækt er lífsstíll
Cross fit námskeið Sporthússins hafa einnig notið gríðarlegra vinsælda og segir Gunnhildur að raunar muni námskeiðin líklega mettast þegar líður á árið. „Allt umhverfið í kring um Cross fit námskeiðin er gróft og þessu má líkja við nokkurs konar bílskúrsæfingar þar sem þú ert sífellt að keppa við sjálfan þig. Við leggjum þó mikla áherslu á að æfingarnar séu gerðar rétt, ólíkt sumum sem ef til vill láta fólk gera 300 armbeygjur og láta  gæði æfinganna sig lítið varða.Hjá okkur byrjar þetta á fjögurra vikna grunnnámskeiði áður en gert er nokkuð annað. Á grunnnámskeiðinu er farið yfir allar æfingarnar og rétta tækni á bak við þær.Þetta námskeið hentar í raun fyrir alla og hentar til dæmis fjölskyldufólki einstaklega vel. Það er mikið samfélag í kring um námskeiðin. Það eru jólaböll, fjölskyldudaga, grímuböll og margt fleira. Kennararnir okkar eru til dæmis báðir hámenntaðir í allt öðrum starfsgeirum, en hafa nú snúið sér alfarið að kennslu í Cross fit,. segir Gunnhildur. Tímarnir eru um þrisvar í viku, klukkutíma í senn, en svo eru einnig gefin heimaverkefni á netinu.

 Rússneskar lóðaæfingar

Á meðal nýrra námskeiða hjá Sporthúsinu er svokallað ketilbjöllunámskeið sem byggir á gamalli hefð frá  andbúnaðarhéruðum Rússlands, þar sem menn notuðu vogarlóð sem svipaði til teketils í laginu við þyngdarmælingar á  korni og öðru slíku. Æfingarnar byggja upp; kraft, liðleika, þol, jafnvægi og eru í raun alhliða líkamsrækt, en kennararnir eru báðir íslandsmeistarar í bardagaíþróttum.Sporthúsið hugsar fyrir þig

Þá er Sporthúsið að fara af stað  með nýtt námskeið sem hentar þeim sem ekki hafa sjálfsagann í að fylgja eftir stífri  líkamsræktaráætlun. Námskeiðið heitir Hópátak Sporthússins og segir Gunnhildur að því mætti líkja við nokkurs konar einkaþjálfun, nema að það er hópur. „Það eru tveir einkaþjálfarar sem sjá um námskeiðið og veita þeir aðhald sex daga vikunnar. Það eru tveir hóptímar í viku og svo er afhent áætlun um bæði æfingar og mataræði hina dagana. Þannig að aðhaldið er gríðarlegt og hentar þetta námskeið því vel fyrir þá sem hafa átt erfitt með að koma sér af stað í að breyta um lífsstíl. Þjálfarinn leiðbeinir um hvað á að gera og meira að segja hvað eigi að borða,“ segir Gunnhildur.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga