Greinasafni: Heilsa
Hóptímar fyrir alla í Sporthúsinu

-Ný hóptímadagskrá fer í loftið á nýju ári

 Þann 11. janúar fer Sporthúsið með í loftið nýja og afar fjölbreytta hóptímadagskrá, þar sem allir ættu að getað fundiðsér eitthvað við sitt hæfi, enda segir Unnur Pálmarsdóttir, deildarstjóri hóptíma, að Sporthúsið sé ávallt fyrst með nýjungar í hóptímum.

 Á meðal nýjunga að þessu sinni er hið svokallaða Les Mills æfingakerfi frá Nýja Sjálandi, sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan og þá verða svokallaðir Dirty Dancing og TABATA tímar kenndir á nýrri hóptímatöflu. Unnur segir að Sporthúsið leggi mikinn metnað í að allir viðskiptavinir geti fundið sér hóptíma sem henti þeirra kröfum og að reglan sé einföld hvað varðar aðgengi í hóptíma: „ef þú kemst ekki að, þá fjölgum við tímunum.“ Aðstöðu fyrir hóptímana í Sporthúsinu ætti ekki að skorta, því húsnæðið hefur farið í gegn um miklar breytingar á liðnu ári og er búið að breyta því sem áður var golfsvæði í sex nýja hóptímasali og eru því alls tíu hóptímasalir í húsinu sem hver rúmar allt að 60 manns.

Eitthvað við allra hæfi
Unnur segir að hver hóptími hafi sína sérstöðu þar sem allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi. „Nýr hóptími hjá okkur heitir  t.d. „Píramýdinn“ og hefur slegið í gegn. En það eru hörku púl tímar sem henta bæði konum og körlum. Þar er unnið með þol, sprengikraft og styrk, sitt á hvað. Teknar eru fyrir þrjár æfingar í hverju setti. Fyrsta æfing er tekin í 30 sekúndur, næsta í 60 sekúndur og síðasta í 90 sekúndur.Sporthúsið býður nú upp á Les Mills æfingakerfin, sem eru sérhönnuð líkamsræktarkerfi fyrir hóptíma. Þar getur þú valið um Body Combat sem er kickboxtími, Body Pump æfingakerfi með lóðastöngum, Body Attack sem er þolfimi á gólfi með hámarksbrennslu og áreynslu fyrir alla, Body Balance fyrir líkama og sál og Body Vive þar sem unnið er með litla mjúka bolta og gúmmíteygjur. Tímarnir eru samdir með byrjendur og þá sem eldri eru í huga. Í tímunum er blandað saman þolæfingum, styrktaræfingum og teygjum. Einstaklega skemmtileg tónlist og þetta eru tímar sem koma á óvart, þú verður að prufa.„Þá bjóðum við upp á frábæra Spinning tíma eins og í Iron Spinning sem eru hjólatímar með lóðum og er alhliða þjálfun, brennsla, uppbygging (styrktaræfingar), kviður og teygjur. Í Power Spinning færð þú hámarksbrennslu og mikla keyrsla við fjölbreytta og skemmtilega tónlist. 

Þetta er tími sem hæfir öllum. Við bjóðum einnig upp á Hot Yoga hóptíma þrisvar í viku sem styrkir líkamann, eykur sveigjanleika hans, bætir öndun, róar og slakar. Yogastöður, öndunaræfingar og svo slökun í lokin. Svo það er úr nægu að velja þegar kemur að hóptímum í Sporthúsinu.“

 Hámarksárangri náð
Unnur segir að tilvalið sé að sameina hóptímana með einstaklingsþjálfun og námskeiðum. En innifalið í líkamsræktarkorti Sporthússins eru um 50 opnir hóptímar á viku. „Það er því góður kostur fyrir almenning sem vill stunda lyftingarsalinn og vera í hóptímum. Því með því að sameina þessa tvo þætti nærð þú hámarksárangri. Þá má ekki gleyma mikilvægi félagslega þáttarins  sem fylgir opnum hóptímum ásamt því að það er hagstæður kostur með þeim framúrskarandi kennurum og einkaþjálfurum sem Sporthúsið hefur upp á að bjóða. Unnur segir að Sporthúsið vinni markvisst að því að auka sífellt gæðaþjónustuna í opnu hóptímunum og með því móti auka enn betur fagmennsku kennara og þjálfara Sporthússins. „Við höfum verið mjög heppin með það hér í Sporthúsinu að allur aldurshópur sækir hjá okkur opna hóptíma  og námskeið. Ég vildi þó gjarnan sjá eldri eða „heldri“ borgara koma og njóta þjónustu okkar í auknum mæli. Við teljum að við getum gert enn betur á því sviði til að höfða til þessa hóps. Stefnan hjá okkur er að bjóða upp á vönduð námskeið fyrir eldri borgara á komandi heilsuári,“ segir Unnur. 

Fjölskyldumiðstöð
Fjölskyldufólk þarf ekki að örvænta ef ekki finnst barnfóstra áður en haldið er til æfinga, því Sporthúsið er sannkölluð fjölskyldumiðstöð. „Krílabær er barnapössun fyrir litlu krílin á meðan foreldrarnir stunda líkamsrækt og þá bjóðum við einnig upp á Sportbraut fyrir börn og unglinga,“ segir Unnur.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga