Greinasafni: Heilsa
Villimey: Hrein kraftaverk úr íslenskum jurtum

Villimey er heiti á smyrslum sem hafa heldur betur slegið í gegn á síðustu misserum. Sjálft fyrirtækið er staðsett á Tálknafirði og var stofnað árið 2006 af Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur. 
Smyrslin eru með alþjóðlega lífræna vottun sem er mikill gæðastimpill fyrir vöruna og öryggi neytenda að varan sé alveg hrein og án allra aukaefna. Smyrslin eru við hinum ýmsu kvillum mannkynsins, t.d hefur Vöðva og liða-galdurinn verið mikið notaður á vöðvabólgu, liðverki, beinhimnubólgu, öll eymsli,  áverka eftir slys, íþróttir ofl. Einnigá vaxtaverki hjá börnum, skordýrabit og meira að segja er hann  borinn utaná hálsinn vegna hálsbólgu.

Aðalbjörg segir virknina í Vöðva og liðagaldrinum vera hreint ótrúlega og að hann hafi hjálpað mörgu fólki. Einnig er Villimey með smyrsl við exem, soriasis og hvers kyns húðvandamálum. „Hann er mjög vinsæll og selst mjög mikið á veturna þegar svokallað kuldaexem hrjáir landann. Sára-galdur  er græðandi á brunasár, legusár,fótasár ofl. Og svo Fóta-galdur sem er sveppakrem en hann hefur líka verið notaður á svokallaðar flökkuvörtur á börnum, munnangur, sprungur á iljum ofl. Bossagaldurinn græðir og verndar bleyjusvæði lítilla barna. Og ekki má gleyma Bumbu-galdrinum sem er nærandi og fyrirbyggjandi á slit hjá óléttum konum en nýtur stöðugt meiri vinsældda sem „body lotion,“ andlitskrem og bara alhliða krem. Vara-galdurinn skýrir sig sjálfur en hann rýkur út og hefur virkað mjög vel á frunsur líka,“ segir Aðalbjörg.

Smyrslin eru úr handtíndum íslenskum jurtum. Í þeim eru engir parabenar eða önnur rotvarnarefni né litar- eða ilmnefni. Aðalbjörg hefur um 12.000 hektara af vottuðu svæði til að tína jurtirnar vegna þess að þær vaxa við ólík skilyrði og hafa mismunandi virkni.

Nýtt húsnæði
Villimey hóf starfsemina í fimmtíu fermetra húsi sem Aðalbjörg leigði, en haustið 2007 festi hún kaup á gamla áhaldahúsinu sem hreppurinn átti og er búin  að gera það upp. „Húsið var aðniðurlotum komið og það tók 9 mánuði að gera það upp en við fluttum inn í það í maí 2008. Það vill svo skemmtilega til að húsið á sér fjölskyldusögu, því afi minn byggði það 1973-1974 og var það í upphafi bifvélaverkstæði.“ Hingað til hafa verið þrír til fjórir starfsmenn hjá Villimey en Aðalbjörg stefnir á að fjölga þeim. „Það tekur þó tíma að þjálfa fólk til þessarar vinnu. Það er alls ekki sama hvernig og hvenær jurtirnar eru tíndar,“, segir hún. Við höfum verið í þessu öll fjölskyldan og fengið hjálp frá vinum. Ég þyki þó heldur servitur á ferlið, en svona vil ég hafa þetta” segir hún og hlær. „En það er þvílíkur munur á aðstöðu. Gamla áhaldahúsið er 250 fermetrar og framleiðslugetan er mun meiri þegar aðbúnaður og húsnæði er gott. Við önnum eftirspurn en það er líka oft rosalega mikil vinna. Ég er svo heppin að ég á fjórar dætur, ein þeirra er fullorðin og hefur unnið við þetta með mér frá byrjun, þessar þrjár yngri hjálpa oft til og eru níu, ellefu  og þrettán ára. Þær alast uppvið þetta líka og þekkja orðið flestar jurtirnar sem við tínum.“

Virkni smyrslanna er óyggjandi
Til Aðalbjargar hringir margt fólk sem staðfestir það og hefur það oft reynst drifkrafturinn til að halda áfram. „Það hringdi í mig skipstjóri á humarbát frá Vestmannaeyjunum, sem sagði að margt hefði komið nálægt sér í kremum en ekkert hefði virkað eins vel á hann og Húð-galdur. Hann hefur verið með exem á bak við eyrum og sagðist oft vera svo viðþolslaus að hann langaði til að rífa af sér eyrun. En Húðgaldurinn hefði virkað svo vel að hann var einkennalaus eftir tvo daga. Hann sagðist langa mest til að   borða kremið sem er allt í lagi. Þetta eru lífrænt vottuð smyrsl án allra rotvarnarefna, ilm- og   litarefna eða annarra kemískra efna. Það má borða þau og ætti fólk að hafa hugfast að það sem sett er áhúðina fer í blóðrásina. Allar jurtirnar sem notaðar eru má borða eða nota í te.“

Mýkjandi og græðandi
„Svo er Fótagaldurinn. Hann hefur virkað á frauðvörtur á börnum. Um daginn heyrði ég af manni sem var með vörtu á fingri og hafði reynt allt, farið í frystingu, reynt að skera hana af og prófað öll möguleg krem. Hann hafði sett Fótagaldurinn á vörtuna nokkrum sinnum og plástur yfir og vartan fór af puttanum á honum – en þetta er í upphafi sveppakrem og hefur reynst mjög vel á alls kyns sveppasýkingar. Vöðva- og liðagaldurinn er fyrir fólk sem er með verki og bólgur, bæði íþróttafólk, fólk sem hefur lent í slysum og gigtarsjúklinga. Það notar hann mikið, enda er hann alveg ótrúlegur. Maður nuddar honum vel inní húðina og virknin lætur ekki á sér standa, manni líður mun betur. Eins hringdi í mig fullorðin kona á tíræðisaldri frá Hólmavík, sem notar Vöðva- og liðagaldurinn og sagði mér að fingurnir væru búnir að réttast. Hún gæti ekki verið án kremsins.

 Dæmi um virkni Sára-galdursins er bóndi nokkur sem er lamaður og var með legusár sem var orðið að holu inn að beini. Konan hans fyllti holuna með Sáragaldrinum og setti grisju yfir, lét það era í tvo daga. Þegar hún tók hana af var komin himna og sárið var að gróa og kremið sjálft var orðið alveg dökkt, hafði dregið í sig óhreinindi. Hálfu ári seinna talaði ég við hann og hann sagði mér að sárið hefði holdgast,“ segir Aðalbjörg.

Framundan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu. Meðal annars  koma nýjar umbúðir með vorinu.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga