Greinasafni: Heilsa
Hreyfing: Meiri árangur í fitutapi á skömmum tíma

Líkamsræktarstöðin Hreyfing fer af stað með krafti á nýju ári þar sem fjöldi nýrra námskeiða og annarra valmöguleika verður í boði. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að allir geti fundið sér leið til að komast í sitt besta form í Hreyfingu. 
Meðal þess sem Hreyfing kemur til með að leggja áherslu á árið 2010 er svokölluð snöggálagsþjálfun sem hefur hlotið mikla athygli innan heilsuræktargeirans að undanförnu, en Ágústa segir að áherslurnar í alþjóðlega heilsuræktargeiranum séu sífellt að færast meira í áttina að þessari tegund þjálfunar. „Stuttir og snarpir kaflar á miklu álagi er það sem ber hæst í æfingasalnum í dag . Margir þekkja það að hafa púlað í  ræktinni vikum, jafnvel mánuðumsaman, en ná ekki þeim árangri sem þeir sækjast eftir og kann snöggálagsþjálfun að vera lausnin fyrir þá aðila,“ segir Ágústa. Snöggálagsþjálfun byggist á því að gera ýmsar æfingar með mikilli ákefð í stuttan tíma, og þess á milli að gera aðrar hreyfingar í smá tíma með minni ákefð. Fólk hamast af öllum sínum mætti í 30-60 sekúndur og fer svo í rólegri æfingar í 2-3 mín. á milli. Þetta er endurtekið alla æfinguna, sem varir allt frá 30 mínútum til einnar klukkustundar.

Þolæfingar enn í góðu gildi
Ágústa leggur þó áherslu á að hún sé þó síður en svo að mæla með því að fólk setji hlaupaskóna á hilluna eða hætti að stunda hefðbundna þolþjálfun af ýmsu tagi. „Jákvæð áhrif þolþjálfunar eru enn ótvíræð og skila sér sem áður í auknu þoli, styrkingu hjarta- og æðakerfis, lækkun blóðfitu og blóðþrýstings, þyngdar- og fitutapi  svo fátt eitt sé nefnt.Það er þó margt sem mælir með snöggálagsþjálfun - meiri árangur í fitutapi á skömmum tíma. Tíminn er dýrmætur og vissulega kostur fyrir marga að geta stytt þjálfunartíma sinn og náð betri árangri þrátt fyrir það. Skynsamlegt er þó hafa í huga að með því að stunda þá tegund þjálfunar sem hentar best er líklegast að æfingarnar verði fastur liður í tilverunni og það skiptir mestu,“ segir Ágústa.

Betri árangur á skömmum tíma –samkvæmt nýjum rannsóknum
Ágústa segir að lengi hafi verið talið að besta leiðin til fitubruna væri að stunda þolþjálfun að lágmarki í 20 mín. eða lengur samfleytt. Nýjar rannsóknir hafi nú leitt af sér þá kenningu, að snöggálagsþjálfun sé jafnvel enn áhrifaríkari leið til að brenna fitu í líkamanum. Bornir hafa verið saman hópar fólks sem stunduðu annars vegar þolþjálfun í 20 vikur og hins vegar snöggálagsþjálfun í 15 vikur og rýnt var sérstaklega í  niðurstöður varðandi fitutap ogefnaskipti í vöðvum. Slíkar kannanir hafa sýnt fram á að allt að níu sinnum meira fitutap varð hjá snöggálagsþjálfunarhópnum. Talið er að þar spili m.a. stórt hlutverk hinn svokallaði „eftirbruni“ , þ.e. aukinn fitubruni sem á sér stað eftir að æfingunni lýkur.

 Árangursnámskeiðin hafa slegið í gegn
Hreyfing hefur boðið upp á svokölluð árangursnámskeið um nokkurt skeið og segir Ágústa að þau hafi heldur betur slegið í gegn hjá viðskiptavinum Hreyfingar. „Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt fram á ánægju þátttakenda í 94-97% tilfella. Námskeiðin eru sérhönnuð og úthugsuð með það í huga að þátttakendur nái hámarksárangri. Anna Eiríksdóttir og Guðbjörg Finnsdóttir, báðar íþróttakennarar og miklir reynsluboltar í faginu, hafa hannað æfingakerfi námskeiðanna með mér, og tökum við ávallt mið af nýjustu rannsóknum svo æfingakerfin séu örugg til árangurs“ segir Ágústa.

Hreyfing býður upp á tvö ný árangursnámskeið á nýju ári. Annars vegar er það „árangur - eftirbruni,“ sem er sex vikna námskeið, en í hverjum tíma er leitast við að mynda hinn svokallaða eftirbruna. Þá verður aukinn fitubruni í margar klukkustundir eftir að æfingu lýkur.Námskeiðið er hugsað fyrir fyrir þá sem hafa æft reglulega á árinu og vilja hámarka árangur sinn. „Æfingarnar eru enn erfiðari en á hefðbundnu árangursnámskeiðunum og nú er eftirbruna náð í hverjum tíma. Til að ná eftirbruna vinnum við í snöggálagsþjálfun þar sem álag og hvíld koma til skiptis á skemmtilegan hátt í þolþjálfun,  jólum og  styrktarþjálfun. Við höfum þróað æfingakerfið sérstaklega með öryggi í æfingavali að leiðarljósi og samsetning æfinganna er með  þeim hætti að fólk er líklegt til að ná markmiðum sínum“ segirÁgústa.

Tækjakostur sem bandaríski herinn notast við
Þá býður Hreyfing upp á nýtt hraðferðar árangursnámskeið  sem Ágústa segir vera einfalt,auðvelt og aðeins 40 mínútur í senn. „Þetta námskeið er kjörið fyrir þá sem finna sér aldrei tíma fyrir ræktina. Námskeiðið er styrktarþjálfun sem fer fram í hinum byltingarkenndu Strive 1,2,3 tækjum sem eru notuð af bandaríska hernum sökum þess hve hægt er að ná góðum árangri á skömmum tíma. Þess má  geta að eini Strive tækjasalurinná landinu er í Hreyfingu. Þetta er í raun áhrifaríkasta og virkasta styrktarþjálfunarleið í heimi,  en með henni næst meiri árangurá skemmri tíma en áður hefur  þekkst. Vöðvarnir  eru þjálfaðir á þrjá mismunandi máta sem skilar  hámarksárangri,“ segir Ágústa. Þá eru einnig í boði einkahópþjálfun í Strive fyrir karla. „Þá æfa menn í litlum hópum með einkaþjálfara og fá einstaklingsmiðaða  þjálfun. Þarna eru sett markmið til að ná þeim, menn fá ráðleggingar með mataræði,  styrktarmælingu í byrjun og í lokin,ítarlegar  ummálsmælingar og fitumælingar og umfram allt góða hvatningu. Í lokin er svo þátttakendum gefin áætlun sem þeir geta unnið með áfram,“ segir Ágústa.

Sport fit, Jump fit o.fl.
Fleiri nýjungar eru í boði og má þar nefna Sport fit sem er ætlað að hámarka árangurinn í líkamsrækt. Þar eru æfingar stundaðar ýmist úti eða inni. Þátttakendur etja kappi við tímann eða fjölda endurtekninga. Þar er keppnisandinn ríkjandi.  Æfingakerfið byggir á áratugalangri reynslu við þjálfun íþróttafólks þar sem  skemmtun og fjölbreytileiki æfingaer hafður að leiðarljósi. Þá er Jump fit námskeiðið sívinsælt, en það er æfingakerfi með sippuböndum. Sport fit og Jump fit námskeiðin eru hönnuð af Valdísi Sigurþórsdóttir, þolfimikennara. Á meðal nýjunga í opinni tímatöflu í Hreyfingu eru Lóðapallar, þar sem þátttakendur halda á léttum lóðum á meðan þeir gera pallaæfingar.

Líkami og sál endurnærð í Blue Lagoon spa
Heitu pottarnir í garðinum í Hreyfingu njóta mikilla vinsælda á meðal viðskiptavina. Þar slakar fólk gjarnan á eftir æfinguna í þægilegu umhverfi og endurnærir líkama og sál í eimböðum og  gufum. Heitu pottarnir innihalda m.a. hreinan jarðsjó. Í Blue Lagoon spa eru í boði meðferðir byggðar á náttúrulegum virkum efnum Bláa Lónsins, þar sem finna má orkugefandi áhrif kísilsins, nærandi áhrif þörunga sem einnig byggja upp kollagen húðarinnar og styrkjandi og hreinsandi áhrif vikurs úr hrauninu sem umlykur Bláa lónið. Þá er starfrækt barnagæslan Leikland í Hreyfingu í því skyni að auðvelda foreldrum að stunda reglubundna þjálfun. Ágústa segir að Hreyfing leggi áherslu á að í Leiklandi sé ávallt ábyrgt og hæft starfsfólk, sem sjái til þess að börnunum líði vel og hafi ánægju af dvölinni. Leitast sé við að ráða starfsmenn til barnagæslunnar sem hafa ánægju af henni og búa að góðri reynslu við umönnun barna. Í Leikland eru allir velkomnir og er ekki aldurstakmark nema á sunnudögum, en þá er tveggja ára aldurstakmark.

Fyrstu skrefin í heilsurækt þurfa ekki að vera erfið
„Við þekkjum það vel að sumu mfinnst erfitt að koma inn á líkamsræktarstöðvar og hafa jafnvel ákveðnar hugmyndir um að slíkt henti þeim ekki. Það er tekið mjög vel á móti öllum sem koma í Hreyfingu og ráðgjafar taka á móti öllum nýjum viðskiptavinum, sýna þeim heilsulindina og fara yfir hvað henti þeim best til að komast af stað í ræktinni. Í boði eru einnig fríir prufutímar fyrir þá sem hafa ekki prófað að æfa áður í  Hreyfingu. Engin ástæða er til aðslá því lengur á frest að byrja, það er bara að taka ákvörðunina og hafa samband. Starfsfólk Hreyfingar er boðið og búið til þess að aðstoða,“ segir Ágústa. 

Fyrir þá sem eru farnir að huga að því að leggja drög að því að bæta heilsu sína á nýja árinu má geta þess að Hreyfing býður upp á sérlega spennandi tilboð, glæsilegar gjafir fylgja með í kaupbæti  þegar fólk gerist meðlimur í ár eðalengur. En allar upplýsingar um tilboðin og fjölbreytta möguleika á að komast í gott form er að finna á www.hreyfing.is

Tíu lítil atriði sem gera heimsóknir viðskiptavina í Hreyfingu enn ánægjulegri: 
1. Samtengd yfirbyggð bílastæðageymsla fyrir viðskiptavini Hreyfingar.

2. Úrval sjónvarpsstöðva og iPod tengi við hverja stöð hlaupabretta.

3. Hjól í hjólasal eru þrifin nokkrum sinnum á dag og  á hjólunum er samanbrotið, hreint svitahandklæði fyrir hvern viðskiptavin.

4. Allir þolfimisalir eru hljóðeinangraðir og hávaði því í lágmarki.

5. Útigarður með jarðsjávarpotti, heitum potti, eimbaði, gufubaði og útisturtum.

6. Afnot af handklæðum til að þurrka svita, sem Hreyfing sér um að þvo.

7. Rúmgóð sturtuaðstaða með gufubaði og þerrivindu fyrir sundföt.

8. Hreyfing býður upp á að hafa orkudrykk tilbúinn að æfingu lokinni.

9. Rúmgóð snyrtiaðstaða með sérhannaðri snyrtilýsingu, fjölda hárblásara og sléttujárna, bómullarskífa og eyrnapinna.

10. Rafrænir lásar á skápum í búningsherbergjum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga