Greinasafni: Menntun
Keilir flugakademía: Allt sem viðkemur flugi

Flugakademía Keilis hefur starfað með góðum árangri síðan í umbrotamánuðinum október 2008. Nú er kennt á flestum sviðum flugsins og er markmiðið að þar megi finna allt sem viðkemur flugi. Kári Kárason skólastjóri Flugakademíunnar vill sjá flugnám  verða viðurkenndan hluta hinsalmenna menntakerfis á Íslandi.„Strax og Keilir varð til vorið 2007 hófumst við handa við að fá flugskólaleyfi. Eftir að skólinn hófst í október 2008 höfum við verið að stækka við okkur og bæta við flugvélum,“ segir Kári. Í Flugakademíunni eru þrjú stig flugnámsins kennd: einkaflug, atvinnuflug og blindflug. Einnig er um að ræða nám í flugumferðarstjórn, flugfreyju/þjónanám og síðan flugrekstrarfræði frá og með þessari önn.  Nú er það þannig að hægt erað fá námslán fyrir bóklega hluta atvinnuflugnámsins en ekki verklega hlutanum, auk þess er nám í flugumferðarstjórn og flugfreyju/ þjónanám einnig lánshæft. „Við  viljum breyta þessu,“ segir Kári, „í  þá veru að allt flugnám verði lánshæft.“ 

Hingað til hefur ekki verið í boði nám í flugumferðarstjórn og flugþjónustu hér á landi heldur er aðeins kennt til þessara starfa á tilvonandi vinnustöðum. „Þeir sem leggja stund á þetta nám hér hljóta rétt til þess að fara í framhaldsnám í flugumferðarstjórn í Evrópu og flugfreyjur og þjónar geta sótt um hjá hvaða alþjóðlegu flugfélagi sem er en víðast hvar er gerð krafa um að maður hafi lokið þessu námi,“ segir Kári.

 

Að læra til atvinnuflugmanns
Ástæða þess að flugnám hefur ekki hlotið meiri sess í íslensku menntakerfi telur Kári stafa af því að hingað til hefur ekki verið vel skilgreint hvers kyns nám þarf til þess að verða atvinnuflugmaður. „Það sem við höfum verið að gera er að skilgreina leiðina frá byrjun til enda og skipta niður í annir.“ Kári bendir þó á að vegna eðlis námsins sé erfitt að skilgreina það  jafn vel og margt annað nám þar sem hver og einn hagar flugtímum eftir eigin höfði. „En ef námið er stundað til fulls undir stjórn skóla og flugnemar iðnir við að taka flugtíma þá er námið tvö til tvö og hálft ár.“ 

Fyrsta skrefið í átt að atvinnuflugmannsréttindum er að ljúka  námi til einkaflugs. Sólóprófiðmargrómaða er á því stigi en það er þegar flugmaður flýgur einn í fyrsta skipti. „Þetta er líklega stærsta stökkið fyrir flugmenn og það sem verður þeim hvað minnistæðast síðar meir,“ segir Kári. 

Eftir e i n k a f l u g – námsprófið er leyfilegt að fljúga með farþega án þess þó að taka gjald fyrir. Næsta stig er  atvinnuflugmannspróf þar sem lært er að fljúga með meiri nákvæmni en áður, en einnig er nauðsynlegt að ljúka blindflugsréttindum vilji maður verða atvinnuflugmaður. Á því stigi er flugmælitækjum algerlega treyst, t.d. í slæmu skyggni, miklu skýjafari og þoku. „Á þessu stigi verður maður að læra að treysta tækjunum frekar en skynfærunum, en það getur verið erfitt,“ segir Kári. „Stundum er maður að fljúga og manni finnst eins og vélin halli og mann langar að leiðrétta það en  tækin staðfesta ekki þessa skynjunmanns. Þá verður maður að treysta tækjunum.“

Hagstætt verð í lærdómsríkum veðurskilyrðum
Að sögn Kára hefur fólk erlendis frá verið áhugasamt um flugnámið á Keili. „Það er margt sem  mælir með því að læra hér   landi  nú, til dæmis kostar sambærilegtnám í Noregi rúmar 15 milljónir á meðan okkar nám er á rúmar 5 milljónir,“ segir Kári og bætir við að flugkennarar séu allir með góða reynslu, bæði úr millilandaflugi og innanlandsflugi. 

„Flugumferð er náttúrulega ekki mikil hér á Íslandi og ekki þarf að fljúga langar leiðir til að komast á æfingasvæði. Auk þess erum við ekki þjakaðir af þjónustugjöldum og því er hagstætt að læra flug hér á landi.“ Allt bóklegt nám er einnig kennt í fjarnámi sem hægt er að  stunda hvar sem er.  Kári bendir einnig á að gott sé aðlæra í veðráttunni á Íslandi. Varla sé hægt að komast í fjölbreyttari veðurskilyrði, ekki geti aðeins snjóað og hvesst heldur þurfi einnig að læra að varast sjóinn, fjöllin og jöklana.

 

Fleiri námsbrautir framundan
Í Flugakademíunni stendur til að bjóða upp á flugvirkjanám og diplómanám í flugrekstrarfræði er í þann mund að hefjast.  Flugvirkjun hefur ekki verið kennd áÍslandi í tugi ára svo okkur þykir gaman að geta bráðum boðið upp á það nám aftur. Síðan er að hefjast diplómanám í flugrekstrarstjórn til 60 eininga í samstarfi við Háskóla  Íslands. Það nám er til dæmis  ágætt fyrir þá flugmenn sem viljamennta sig meira í greininni,“ segir Kári. Í flugrekstarfræði er hægt að læra allt sem snýr að starfsumhverfi flugsins, en þar er kennt um reglugerðir, lög og markaðsfræði  flugsins svo dæmi séu tekin.Kári telur að það eigi alls ekki að draga úr fólki þó að ástandið í þjóðfélaginu sé almennt slæmt um þessar mundir og bendir þvert á móti á að það skipti máli að vera tilbúin með réttindi sín á rétta augnablikinu. „Nú er náttúrulega niðursveifla í flugi sem og annars staðar. Við, sem og aðrir í greininni, gerum hins vegar ráð fyrir því að árið 2011 verði flugið á uppleið aftur. Þess vegna er kjörið fyrir nemendur að hefja núna nám þannig að þeir séu komnir með réttindi sín eftir tvö til þrjú ár þegar aftur verður komin uppsveifla í greinina og aukinn starfskraft vantar í flugið,“ segir Kári að lokum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga