Greinasafni: Heilsa
Nautilus: Líkamsrækt á bestu kjörum sem í boði eru

Alþjóðlega líkamsræktarkeðjan Nautilus rekur nú orðið alls tíu stöðvar víðsvegar um Ísland. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri og yfirleiðbeinandi Nautilus á Íslandi, segir að fyrirtækið kappkosti að bjóða sem best kjör á líkamsræktarkortum svo allir þeir sem hafa áhuga á að stunda líkamsræklt við bestu möguleguar aðstæður eigi kost á því. 

Ein af sérstöðum Nautilus stöðvanna er að þær eru allar staðsettar í sundlaugarhúsnæði og er því hægt að skella sér í pottinn eða sund að æfingum loknum, en öll kort sem keypt eru hjá Nautilus gilda bæði í líkamsrækt og sund. Kjartan segir að viðskiptavinir Nautilus kunni virkilega að meta þá þjónustu og nýti sér óspart. Því megi segja að nýtingin á kortum Nautilus sé mun betri en gengur og gerist og afar sjaldgæft að þau standi ónotuð.

Allt innifalið í kortinu
Nautilus stöðvarnar eru allar útbúnar tækjasölum með sérstökum Nautilus æfingartækjum sem og þrektækjum. Þjálfun í tækjum með þjálfara er svo innifalin í verðinu á kortum  Nautilus. „Það sem við viljum aðallir geri er að panta sér ókeypis prufutíma hjá þjálfara hjá okkur og fá æfingaáætlun sem hentar hverjum og einum. Þjálfararnir okkar taka vel á móti fólki og spyrja hverju sóst er eftir og á hvað skuli leggja áherslu. Æfingaráætlunin er svo sniðin eftir því. Einnig er innifalin fitumæling fyrir þá sem vilja. Eftir tímann  er viðkomandi búinn að fákennslu á tækin og er fær um að stunda næstu tíma sjálfur. Ef svo koma upp einhver vafaatriði þá er haft samband samband við  þjálfara okkar, en hann er alltaf á svæðinu og til tals viðkomandi að kostnaðarlausu. Við kappkostum að veita þannig eins persónulega þjónustu og völ er á og höfum við fundið þakklæti viðskiptavina okkar fyrir það,“ segir Kjartan. 

Persónuleg þjónusta
Nautilus tækin hafa þá sérstöðu að hafa svokallaða Nautilus skel innanborðs en hún gerir það að verkum að þegar lyft er í tækjunum þá breytist mótstaðan og átakið helst því jafnt  allan hreyfiferilinn. Þetta geristhins vegar ekki þegar æft er til dæmis með lausum lóðum en þá er mótstaðan til dæmis í bekkpressu mest í byrjun hreyfingar á leiðinni upp en verður svo auðveldari þegar líður á lyftuna. Nautilus skelin gerir því sérhverja lyftu í tækjunum erfiðari og áhrifaríkari. Kjartan segir að það megi þó stýra því hversu erfiðar æfingarnar  eru og að aðaláherslan sé lögð á hvernig þær eru gerðar.„Á bak við framleiðslu tækjanna liggja miklar rannsóknir sem miða að því að hámarka árangur og takmarka meiðslahættu. Það má því segja að þetta sé almenn heilsuþjálfun sem hægt er að útfæra á ýmsa vegu. Þetta hentar fólki á öllum aldri og í hvaða formi sem fólk er. Við vinnum bara æfingaáætlunina eftir því hvar viðskiptavinurinn er staddur í þjálfunarferlinu og því er auðvitað mikilvægt að ráðfæra sig við þjálfara áður en haldið er af stað,“ segir Kjartan.

Yfirveguð uppbygging
Kjartan hvetur áhugasama til að koma og skoða stöðvarnar, enda komi það mörgum á óvart hversu vönduð aðstaðan er  miðað við verðið. „Við höfum sýnt yfirvegun í uppbyggingu á fyrirtækinu og erum skuldlaust fyrirtæki, sem aftur skilar sér í lágu verði gagnvart viðskiptavinum okkar. Við höfum fundið þakklæti frá viðskiptavinum okkar á þessum síðustu og verstu tímum og hvetur það okkur áfram og munum við því halda áfram að bjóða upp á líkamsrækt á bestu kjörum sem í boði eru,“ segir Kjartan.

   Nautilus rekur nú tvær stöðvar í Kópavogi, í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, á Álftanesi, í Vestmannaeyjum, í Vogum, á Hellu og á Selfossi. Spinningtímar eru í Kópavogi og Hafnafirði. Þann  18. janúar næstkomandi munNautilus svo opna nýja stöð á Vík í Myrdal.

 Nánari upplýsingar eru á www.nautilus.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga