Greinasafni: Menntun
Opni háskólinn í HR - nám fyrir fólk á öllum aldri

 Í Opna háskólanum í HR má finna menntun af ýmsu tagi, allt frá leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur til AdAstra námskeiða fyrir námsfús börn. Opni háskólinn varð til haustið 2008, þegar þau svið innan Háskólans í Reykjavík, sem lúta að annars konar menntun en hefðbundnu háskólanámi, voru sameinuð undir einn hatt. Skólinn reynir að nýta þá sérfræðiþekkingu sem er til staðar innan háskólasamfélags HR og samstarfsaðila skólans til þess að bjóða fólki fjölbreytta menntun og þá sérstaklega á sviði atvinnulífsins að sögn Halldóru Guðrúnar Hinriksdóttur forstöðukonu StjórnMenntar Opna háskólans.

Stjórnmennt sniðin að fyrirtækjum og stofnunum

Um helmingur starfsemi Opna háskólans snýr að námi fyrir atvinnulífið  en menntagáttirnar tvær StjórnMennt og  FagMennt, lúta að þeim hluta skólans. Í hinni fyrrnefndu menntagátt er áherslan  lögð á menntun fyrir stjórnendur og sérfræðinga fyrirtækja og stofnana. „Okkar markmið er að efla  stjórnendur á sviði stjórnunar og leiðtogahæfni, en gera það út frá forsendum fyrirtækisins. Þar af leiðandi hefjumst við ávallt handa á því, þegar fyrirtæki eða stofnun vill mennta starfsfólk sitt hjá okkur, að hitta stjórnendur þeirra og vinna ákveðna þarfagreiningu. Út frá því er unnið að því að bæta faglega þekkingu starfsmanna og efla þá á sviði stjórnunar og rekstrar,“ segir Halldóra. 

StjórnMennt byggir á grunni Stjórnendaskólans sem hafði verið  starfsræktur um tíu ára skeið íHáskólanum í Reykjavík. Mikill áhersla er á að vinna með öllum sviðum atvinnulífsins sem og að nýta um leið þá sérþekkingu háskólaumhverfisins sem Opni háskólinn starfar í. Einnig er leitað  út fyrir landsteinana til fremsta fagfólks á hverju sviði fyrir sig. „Þegar við höfum greint þarfir fyrirtækisins útbúum við þjálfunarsetur sem mætir þeim og eru efnistökin sótt inn í deildir háskólans og til samstarfsaðila. Setrin geta  verið af mismunandi tímalengdum, allt frá þremur námskeiðum til tíu eða fleiri sem haldin eru yfir eina önn, ár eða lengur. Vinnustaðir leita einnig til okkar um styttri þjálfun í formi eins til hálfdags námskeiðs eða klukkustundar erindis. Eins og gefur að skilja er leiðtogahæfni í sviðsljósinu í setrunum en einnig er lögð áhersla á að halda við og bæta fagþekkingu á sérsviðum HR sem og að gera fólk fært um að takast á við stefnumótun fyrirtækisins, fjármálastjórnun þess, samningatækni og hvernig á að takast á við breytingar í rekstri þess,“ segir Halldóra.

StjórnMennt býður einnig upp á fjölmörg opin námskeið fyrir stjórnendur. „Má þar nefna tvö spennandi námskeið í febrúar.“ Þá mun Valdimar Sigurðsson (PhD) halda námskeið um hlutverk markaðssetningar þegar hægist á mörkuðum þar sem reynt verður að komast til botns í því hvort minnka  eða auka eigi fjármagn til markaðsmála þegar hægja fer á hjólum atvinnulífsins. Farið verður í hvernig best er að haga markaðsmálum á krepputímum eftir eðli fyrirtækja og markaðar, hvar er skynsamlegt að skera niður fjármagn og hvar ekki. 

Einnig mun Sverrir Ólafsson (Ph.D) halda námskeið um árangursríkar fjárfestingar sem krefjast sveigjanlegrar  kvörðunartöku, sem byggist á áreiðanlegu verðmati verkefna. Með því að taka tillit til mismunandi fjárfestingavalrétta er hægt að auðkenna verðmæti ýmissa  þátta verkefnis og því skapabetri forsendur fyrir góðri ákvarðanatöku. Greining og magnsetning slíkra valrétta hefur afgerandi  áhrif á endanlega ákvörðunartöku um fjárfestingar. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Opna háskólans. 

Breið fagmennt fyrir starfsfólk
„FagMennt Opna háskólans býður upp á fjölbreytt og öflugt námsframboð fyrir einstaklinga og starfsfólk fyrirtækja sem   viljavaxa og dafna í starfi og einkalífi,“ segir Charlotta Karlsdóttir, forstöðumaður FagMenntar, en flest námskeiðin hjá FagMennt eiga það sameiginlegt að lúta að endurmenntun. Boðið er upp á lengra og styttra nám samhliða starfi, námskeiðin eru allt frá nokkurra tíma kennslu til lengri námsbrauta til ECTS eininga í samstarfi við deildir HR.

 „Sem dæmi um nýjar námsbrautir FagMenntar má nefna Flutningafræði sem spratt upp úr þörf flutningafyrirtækja á endurmenntun starfsmanna,“ segir Charlotta. Þar verða kenndar hagnýtar sem og fræðilegar aðferðir sem eru notaðar í flutningum. „Þetta nám hentar bæði þeim sem vilja auka þekkingu sína í greininni samhliða vinnu og þeim sem hafa áhuga á að starfa í flutningagreinininni.“ Fyrir utan hinar ýmsu námsbrautir FagMenntar er þar einnig hægt að sækja lengri og styttri námskeið. Sem dæmi um lengri námskeið er hægt aðnefna rekstrar- og fjármálanám, nám til prófs í verðbréfaviðskiptum, og ýmiss konar stærðfræðinámskeið sniðin að atvinnulífinu. Styttri námskeiðin eru 4-16 klukkutíma löng og eru jafnólík að gerð og þau eru mörg. Þar má finna námskeið í gagnrýnni hugsun, skapandi kennsluháttum, innri endurskoðun, verkefnastjórnun, enskukennslu fyrir atvinnulífið, skattskil einstaklinga svo eitthvað sé nefnt. „Mikil eftirspurn er eftir framsæknum endurmenntunarnámskeiðum enda eru kröfur um endurmenntun og fagþekkingu miklar nú til dags,“ segir Charlotta. Nánari upplýsingar um námskeið FagMenntar er að finna á heimasíðu Opna háskólans.

Frumkvöðlar, bráðger börn og frumgreinar
Stór hluti Opna háskólans brúar  bil í háskólanám með háskólagrunni FrumgreinaMenntar sem er undirbúningsbraut til  áskólanáms þar sem megináherslan er á undirbúning fyrir tækni- og verkfræði. „Á frumgreinasviðinu eru um hundrað nemendur í hverjum árgangi, oft er svolítið síðan þessir nemendur voru í framhaldsskólum og veitir frumgreinanámið þeim mjög góðan undirbúning fyrir háskólanámið sem hefur með árunum sannað sig í árangir nemendanna þegar í tækni- eða verfræði er komið,“ segir Halldóra.  

FrumkvöðlaMennt Opna háskólans starfar í nánu samstarfi við nýsköpunarhúsið Klak sem hlúir að nýsköpun og uppgangi sprotafyrirtækja. „Klakið starfrækir Viðskiptasmiðju sem er  einskonar hraðbraut nýrra fyrirtækja.Á þessari hraðbraut er boðið upp á námskeið sem skapa nauðsynlega þekkingu, þar sem leiðbeinendur og ráðgjafar vísa veginn og það skapast tengsl við aðra furmkvöðla og fjárfesta sem veitir mikinn stuðning og orku.“ Börn og unglingar fá einnig sinn skerf af fræðslu og menntun hjá Opna háskólanum en í Grunn- Mennt má finna námskeið handa bráðgerum og námfúsum börnum. „Í GrunnMennt erum við í samstarfi við fyrirtækið Ad Astra og þar má finna námskeið í heimspeki,  arkitektúr og Ólympíustærðfræði svo eitthvað sé nefnt. Oft vill það gerast að þessir nemendur fá ekki nægar áskoranir í skólakerfinu og því getur Ad Astra verið kjörin vettvangur fyrir þá nemendur að spreyta sig,“ segir Halldóra. 

Einnig er starfrækt menntagátt að nafni FjarMennt á vegum Opna Háskólans, en sú gátt hefur að geyma námskeið úr öðrum menntagáttum skólans, þá aðallega StjórnMennt og FagMennt. „Eins og nafnið gefur til kynna gengur FjarMennt út á   fjarkennslu ogvill Opni Háskólinn reyna að efla hana til þess að gera sem flestum kleift að mennta sig þótt þeir geti kannski ekki sótt tíma af ýmsum ástæðum,“ segir Halldóra. 

Sókn í endurmenntun starfsfólks
Margir halda eflaust að á þessum umbrotatímum sé ekki stór vettvangur fyrir endurmenntun, að þegar niðurskurðahnífurinn er á lofti rúmist menntun starfsmanna ekki fyrir í fjárhagsáætlunum fyrirtækja. Að sögn Halldóru hefur raunin þó þvert á  mótið verið önnur :„Við hjá Opna Háskólanum, og þá sérstaklega í StjórnMennt og Fag- Mennt, höfum fundið fyrir áhuga fyrirtækja á alls kyns námi fyrir starfsfólk. Mikill áhugi er á að efla starfsfólk og stjórnendur virðast gera sér grein fyrir því að í breyttu viðskiptaumhverfi er þörf á vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki sem er upplýst um markmið og stefnumótun  síns starfsvettvangs,“ segir Halldóra að lokum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga