Greinasafni: Heilsa
Móðir Jörð: Mataræði Íslendinga fært til betri vegar

Í um þrjátíu ár hefur Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi og eigandi matvælafyrirtækisins Móðir Jörð, frætt Íslendinga um hollustu þess að neyta lífrænt ræktaðra matvæla. Hefur þar verið mest áberandi íslenskt bygg sem Eymundur kallar Bankabygg og segir meinhollt fyrir Íslendinga,  sem og aðra. Á nýjuári er því ekki úr vegi að gera nokkrar grundvallarbreytingar á mataræðinu til hins betra, en Eymundur segir lítið mál að skipta út gömlum  hráefnum  fyrir ný, enda bjóði Móðir Jörð upp á ótal spennandi uppskriftirmeð Bankabyggi og öðrum vörum frá Vallanesi. 

Hrísgrjón Norðursins

Eymundur segist njóta þess að búa til nýja hluti og markað fyrir þá, en hann er frumkvöðull í ræktun byggs til manneldis á   Íslandi. „Þetta byrjaði nú allt samhliða  hefðbundnum búskap fyrir um þremur áratugum, en þá varlífræn grænmetisræktun fyrst og fremst ætluð fyrir heimilið. En svo fór þetta að spyrjast út og fyrirspurnir fóru að berast alla leið úr höfuðborginni, þannig að segja má að kallið hafi í fyrstu komið frá markaðnum. Þetta þróaðist svo áfram með árunum, í fyrstu ræktaði ég byggið fyrir kýrnar en þegar dýrahaldi var hætt færðist byggið yfir í baksturinn og svo í stað hrísgrjóna. Þegar ég var að kynna þetta í fyrstu spurði fólk mig hvort bygg væri ekki bara skepnufóður, en margir þeirra eru nú búnir að taka byggið alfarið inn í sína matargerð. Einnig hefur fjöldi matreiðslumanna tekið ástfóstri við Bankabyggið og Ásgeir Theodórs yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum er einn þeirra sem hvetur fólk til neyslu Bankabyggs vegna hollustu,” egir Eymundur.

Þjóðinni komið á bygg
Þó kallið hafi í fyrstu komið frá markaðnum segir Eymundur sína raunverulegu köllun vera að koma Bankabygginu, sem hann segir gjarnan kallað hrísgrjón norðursins, inn sem sjálfsögðum hlut í mataræði þjóðarinnar. „Um átta ára skeið hef ég staðið í verslunum og boðið viðskiptavinum að smakka og kennt fólki að nota Bankabygg og byggmjöl. Þetta geri ég líka af hugsjón um að breyta fæði þjóðarinnar til betri vegar. Sérstaklega núna í ljósi kreppunnar getur maður spurt sig af hverju við erum að flytja inn matvæli langar leiðir, þegar fæði sem er okkur hollara er ef til vill miklu nær. Allir eru sammála um að til dæmis appelsínur séu ríkur C-vítamín gjafi og eru þær einnig kælandi, sem verður að teljast gott fyrir þá sem búa við hlýrra loftslag. Við Íslendingar þurfum hins vegar tæpast á kælingu að halda  og eigum sjálf jafnvel enn ríkari C-vítamín gjafa en appelsínur; íslensku gulrófuna. Nákvæmlega það sama gildir um byggið og hrísgrjónin. Hrísgrjón eru ræktuð í allt öðru loftslagi fyrir fólk sem er vant allt öðrum skilyrðum, en byggið þrífst vel hér líkt og við sjálf,“ segir Eymundur.

100% lífrænt
Vörur Móður Jarðar eru vottaðar 100% lífrænar, en Eymundur segir að ekki hafi verið aftur snúið eftir að hafa bragðað á   fyrstu lífrænt ræktuðu rófunni. „ Ég heftekið þann pól í hæðina að hafa allar framleiðsluvörur Móður Jarðar lífrænt ræktaðar enda vil ég að neytendur geti treyst vörumerkinu Móðir Jörð sem stendur fyrir hreinleika og hollustu. Í upphafi míns búskapar ræktaði ég með tilbúnum áburði, en svo fann ég á bragðinu þegar ég ræktaði án allra aukaefna hvað þetta snýst um og þá var ekki aftur snúið. Þetta heyri ég líka frá viðskiptavinum mínum, t.d. hefur margt fullorðið fólk komið að máli við mig og þakkað mér fyrir að bjóða upp á rófur „sem bragðast eins og þær gerðu í gamla daga.“ En það sem gerir lífrænt ræktaðar vörur betri er að þær vaxa mun hægar og verða því safaríkari og bragðbetri, þær eru ferskari og geymast betur. Þar fyrir utan þykja mér umhverfissjónarmið í hnattrænu samhengi ein  og sér nægileg ástæða til að takaupp lífrænt ræktaða fæðu,“ segir Eymundur.

Íslendingar að koma til
Eymundur segir að Íslendingar séu almennt reiðubúnir að prófa nýja hluti, en þó séu margir sem láta viðjar vanans halda aftur af sér og nefnir í því sambandi gamlan skólabróður sem þurfti að fá hjartaáfall tvisvar áður en hann tók sig á í mataræðinu „Vandinn er einfaldlega að fá fólk til að breyta til. Langflestir þeirra sem smakka hjá mér eru sammála um gæði varanna, en eru þó tregari til að gera raunverulegar breytingu á mataræði sínu. En það er í raun miklu minna mál en margan grunar, hrísgrjónum má til dæmis einfaldlega skipta út fyrir Bankabyggið og á heimasíðu Móður Jarðar www.vallanes.net  má finna fjölda uppskrifta sem létta þér lífið.” 

Kartöflur og fjölbreytt úrval af útiræktuðu grænmeti voru fyrstu vörur Móður Jarðar en síðan kom  ræktun byggs til manneldis og fljótlega var farið að huga að frekari framleiðslu úr bygginu. Móðir Jörð framleiðir tilbúin fryst grænmetisbuff sem heita Baunabuff, Byggbuff og Rauðrófubuff.  Uppistaða hráefnisins er ræktuðí Vallanesi, s.s Bankabygg, kartöflur, rófur, hnúðkál, rauðrófur og steinselja og það sem er aðfengið svo.sem krydd og baunir er einnig vottað lífrænt. Buffin er best að setja frosin á pönnuna og hita í u.þ.b. 5 mín á hvorri hlið á nánast þurri pönnu þar til þau eru gullin og heit í gegn. Hjá Móður Jörð eru einnig framleiddar 3 tegundir af mýkjandi og græðandi húðolíum og heita þær Lífolía, Birkiolía og Blágresisolía. Fræðast má um þær á heimasíðu Móður Jarðar. Eymundur situr aldrei auðum höndum og kynnir jafnan spennandi  nýjungar í vöruúrvali Móður Jarðar, sem hann vinnur í samstarfi við fjölskyldu sína. 

Fyrir jólin kom á markað Rauðrófugló, sem er bragðmikil grænmetisblanda sem bragðast vel með kjöt- og  grænmetisréttum, sem  og með ostum. Einnig eru í burðarliðnumnokkrar nýjungar sem munu fljótlega líta dagsins ljós.

 Nýlega voru gerðar breytingar á vörumerki Móður Jarðar og má sjá það hér á myndum. Tilgangurinn var að einfalda merkið og  færa það nær grasrótinni, nær Móður Jörð.

www.vallanes.net
eymi@simnet.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga